Þurfti að víkja fyrir stjörnukokki

Gordon Ramsay.
Gordon Ramsay.

„Kjánahrollur mánaðarins fær Loftið,“ segir Herdís Stefánsdóttir sem þurfti að víkja af borði til þess að stjörnukokkurinn Gordon Ramsay fengi sæti. Fyrr um kvöldið hafði Ramsay borðað á Borg Restaurant en síðan var för þeirra heitið á Loftið. „Fórum á laugardagskvöldið með vinum og fengum okkur kokteila... Mættum snemma til að fá borð og höfðum það kósý, en þegar leið á kvöldið komu þjónustustúlkur sem þarna störfuðu, settu „frátekið“ miðan á borðið okkar ásamt næstu borðum og sögðu kjánalega spenntar frá að það væri FRÆGT fólk á leiðinni og nú væru borðið frátekin...

Hópurinn á næsta borði voru að halda uppá fertugsafmæli og voru ekki glöð, gengu öll út eins og hann lagði sig án þess að klára úr glösunum... Enda var okkur sagt að fara bara á barinn... því enginn borð væru laus fyrir okkur lengur, ég spurði hvort þau væru að vísa okkur frá staðnum.. en svo var ekki, við vorum meira en velkomin að vera þarna en bara þá á barnum því fræga fólkið þyrfti að sæti... Þau vissu heldur ekki hvað „fræga“ fólkið yrðu mörg svo þau vildu losa öll borðin í lengjunni þarna innst inni á staðnum... Flestir hlógu bara og héldu að þetta væri djók...

Við fórum á barinn með drykkina okkar og kláruðum þá en aðeins til að fara svo annað... Enda þetta eitt það fyndnasta sem maður hefur lent í... þegar við erum svo að fara mætum við fræga fólkinu... sem var The besta kaldhæðni ever, enginn annar en Gordon Ramsay sem jú starfar við að aðstoða veitingastaði fyrir að gera mistök eins og Loftið með að láta ekki hinn almenna viðskiptavin finnast hann velkomin... og bara að því ég rakst á manninn, sagði ég hæ, kynnti mig og sagði honum afhverju við værum öll að fara... Ég ætla ekki að hafa eftir honum sem hann sagði, en alveg spurning hvort hann heimsæki Loftið aftur, frekar en ég eða aðrir sem þurftu að standa upp fyrir „Fræga“ fólkinu Til hamingju Loftið, þið eigið 100% verðskuldað að vera kjánahrollur mánaðarins,“ segir Herdís. 

Herdís Stefánsdóttir.
Herdís Stefánsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda