Herdís komst ekki inn á Loftið

Herdís Stefánsdóttir.
Herdís Stefánsdóttir.

Herdís Stefánsdóttir gerði heiðarlega tilraun til að fara á Loftið á föstudagskvöldið en þurfti frá að hverfa. Henni var ekki hleypt inn. Forsaga málsins er sú að Herdís setti það á Facebook-síðu sína á dögunum þegar hún þurfti að yfirgefa borðið sitt á Loftinu því búið væri að taka borðið frá fyrir kokkinn Gordon Ramsay.

„Við vinkonurnar fórum á Slippbarinn að halda upp á 35 ára afmæli Ernu. Þegar það lokaði var spurt, jæja og hvert þá og allar litu á mig ... Ein hló og sagði kannski Loftið Herdís? Ég sagði, já því ekki það, enda bara góð auglýsing fyrir þá þegar ég skrifa status á morgun hvað ég skemmti mér vel þar,“ segir Herdís en það fór ekki alveg eins og áætlað var.

Þegar komið er á Loftið fara vinkonur Herdísar í röðina sem var ekki löng. Hún ákvað að spyrja dyravörðinn hvort hún væri velkomin, bara svona til vonar og vara, og fékk þá afdráttarlaust svar. 

„Hann bara hmmm, já hver ertu og Erna blabla ... Þetta er sko HERDÍS STEFÁNS og Gordon málið ... og þá kom annað hljóð í dyravörðinn. Hann kallaði á Alla, sem var greinilega ekki dyravörður, heldur eitthvað aðeins meira þarna, sem staðfesti að ég væri sko ekki velkomin þarna inn og það hefði verið fundur og það vissu allir starfsmenn að Herdís Stefáns væri ekki velkomin. Ég ætlaði að taka í höndina á Alla og kynna mig og spyrja hvort ég væri að misskilja, en nei hann vildi ekki taka í höndina á mér og sagði að ég væri ekki velkomin takk fyrir,“ segir Herdís sem endaði á Austur og skemmti sér konunglega frameftir nóttu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda