„Öll hjónabönd eru í raun eins“

Hjördís Gissurardóttir.
Hjördís Gissurardóttir.

Hjördís Gissurardóttir gullsmiður er ein af glæsilegri konum landsins og sómir hún sér einkar vel á nýjustu forsíðu MAN magasín sem kom í búðir í dag. Í lifandi og skemmtilegu viðtali tjáir Hjördís sig meðal annars um hjónabandið og hvernig hún kynntist eiginmanni sínum.

„Öll hjónabönd eru í raun eins, það er bara misjafnt hvað er lagt í þau. Ég segi oft að ég hafi verið í fimm störfum: Þau eru hjónabandið, barnauppeldið, heimilishaldið, reksturinn og síðan starfið sem ég einbeiti mér að í dag: að rækta sjálfa mig. Þetta eru allt erfið og mikil störf ef það á að fá eitthvað út úr þeim. Hjónabandið er ekkert auðveldara en barnauppeldi eða rekstur stórs fyrirtækis. Þetta krefst allt mikillar vinnu en ef þú nennir að kyssa karlinn öðru hvoru og skamma hann hina stundina, einbeitir þér að því að vera ekki langrækin og sýnir umburðarlyndi, muntu uppskera,“ segir Hjördís meðal annars í viðtalinu. 

Hjördís Gissurardóttir á forsíðu MAN.
Hjördís Gissurardóttir á forsíðu MAN.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda