„Öll hjónabönd eru í raun eins“

Hjördís Gissurardóttir.
Hjördís Gissurardóttir.

Hjör­dís Giss­ur­ar­dótt­ir gullsmiður er ein af glæsi­legri kon­um lands­ins og sóm­ir hún sér einkar vel á nýj­ustu forsíðu MAN magasín sem kom í búðir í dag. Í lif­andi og skemmti­legu viðtali tjá­ir Hjör­dís sig meðal ann­ars um hjóna­bandið og hvernig hún kynnt­ist eig­in­manni sín­um.

„Öll hjóna­bönd eru í raun eins, það er bara mis­jafnt hvað er lagt í þau. Ég segi oft að ég hafi verið í fimm störf­um: Þau eru hjóna­bandið, barna­upp­eldið, heim­il­is­haldið, rekst­ur­inn og síðan starfið sem ég ein­beiti mér að í dag: að rækta sjálfa mig. Þetta eru allt erfið og mik­il störf ef það á að fá eitt­hvað út úr þeim. Hjóna­bandið er ekk­ert auðveld­ara en barna­upp­eldi eða rekst­ur stórs fyr­ir­tæk­is. Þetta krefst allt mik­ill­ar vinnu en ef þú nenn­ir að kyssa karl­inn öðru hvoru og skamma hann hina stund­ina, ein­beit­ir þér að því að vera ekki lang­ræk­in og sýn­ir umb­urðarlyndi, muntu upp­skera,“ seg­ir Hjör­dís meðal ann­ars í viðtal­inu. 

Hjördís Gissurardóttir á forsíðu MAN.
Hjör­dís Giss­ur­ar­dótt­ir á forsíðu MAN.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda