Styttir pilsin og lætur rassinn dilla

Vigdís Finnbogadóttir.
Vigdís Finnbogadóttir. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Frú Vigdís Finnbogadóttir prýðir jólablað MAN magasín sem kom út í dag. Þar er hún í persónulegu og einlægu viðtali þar sem víða er komið við á lífshlaupi hennar, auk þess sem fræðst er um líf hennar í dag og skoðanir á málum líðandi stundar. Meðal málefna er meðal annars rætt um klámvæðingu og hlutgervingu konunnar sem Vigdís hefur sterkar skoðanir á. Í viðtalinu segir hún eftirfarandi:

„Þegar búið er að finna upp höfuðið á konunni; hún orðin svona sérmenntuð og allir finna að hún er jöfn á við karla, þá kemur ósýnileg hönd og breytir tískunni til að minna hana á að hún er fyrst og fremst kynvera. Þessi hönd styttir pilsin, lætur rassinn dilla og þrengir allt. Allar konur verða eins. Taktu eftir því. Konan er gerð eins nakin og mögulegt er. Þetta er ekkert annað en ótti við konuna, ótti við að hún sé of sterk,“ segir Vigdís í viðtalinu. 

Svona lítur Vigdís Finnbogadóttir út á forsíðu MAN.
Svona lítur Vigdís Finnbogadóttir út á forsíðu MAN.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda