Aumlegt hvernig sögu hans var breytt

Linda Pétursdóttir og Hemmi Gunn.
Linda Pétursdóttir og Hemmi Gunn.

„Í dag er fæðingardagur Hemma Gunn, vinar míns. Þessi mynd er tekin í sömu viku fyrir akkúrat ári, en við fórum alltaf saman á tónleika og út að borða í desember. Hann var svoddan herramaður, trítaði mig ætíð svo vel, eins og sá heimsborgari sem hann var,“ segir Linda Pé um vin sinn Hemma Gunn sem hefði átt afmæli í dag hefði hann lifað.

Lindu fannst óþarfi að það kæmi fram að Hemmi hefði verið drukkinn þegar hann féll frá. „Ég má til með að leggja orð í belg varðandi þá breytingu sem varð á ritun ævisögu hans eftir að hann var allur.
Sem vinkona hans ber mér skylda til að halda uppi heiðri hans, mér finnst virkilega aumlegt hvernig sögu hans var breytt eftir andlát þessa góða manns. Engin ævisaga segir frá öllu, þannig er það bara og verður alltaf. Það vissu allir að hann átti við áfengissýki að etja, hann hafði margoft sagt frá því sjálfur,“ segir Linda og bætir við:

„Ég skil ekki tilganginn með því að tíunda sérstaklega hvort hann hafi verið drukkinn þegar hann lést enda kemur fólki það bara alls ekki við. Þrátt fyrir að elsku Hemmi hafi verið „þjóðareign“ þurfti hann ekki að afsala sér sínu einkalífi. Honum bar engin skylda til að skrifta fyrir heilli þjóð. Það er smáborgaralegt og frekt að ætlast til þess. Og að kalla heimili hans geymslu er hámark lágkúrunnar. Sýnum látnum manni virðingu.

Elsku Hemmi, ég hugsa til þín í dag eins og svo oft áður og þú veist að þín er sárt saknað.“

Linda Pétursdóttir og Hemmi Gunn fyrir ári síðan.
Linda Pétursdóttir og Hemmi Gunn fyrir ári síðan.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda