„Á ég samt að fá mér mjórri konu?“

Logi Bergmann Eiðsson er hér ásmat eiginkonu sinni, Svanhildi Hólm …
Logi Bergmann Eiðsson er hér ásmat eiginkonu sinni, Svanhildi Hólm Valsdóttur. Milli þeirra hjóna er Sigurlaug M. Jónasdóttir. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Það er aldrei langt í húmorinn hjá Loga Bergmanni Eiðssyni sjónvarpsmanni og eiginmanni Svanhildar Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Hann póstaði frétt okkar um að Hildur Lilliendahl Viggósdóttir öfgafemínisti hefði spurt undir dulnefninu NöttZ á bland.is hvort Svanhildur Hólm væri virkilega svona feit. 

„Hún var reyndar ólétt. En á ég samt að fá mér mjórri konu?,“ spurði Logi Bergmann á Twitter síðu sinni. Ekki stóð á viðbrögðunum því eiginmaður Hildar Lilliendahl skrifaði undir „Ó nei, Logi. Þið eruð bæði glæsileg.

Nú hefur Páll Hilmarsson, eiginmaður Hildar, sent frá sér afsökunarbeiðni:

Í gær birti Kastljós viðtal við söngkonuna Hafdísi Huld. Þar kom fram að hún hefur þjáðst vegna þess sem ég lét frá mér á vefnum bland.is á haustdögum 2009. Það þykir mér ömurlegt. Ég vil biðja hana, sem og alla aðra, innilega afsökunar á því. Það var ljótt, illgjarnt og allsendis óverðskuldað. Ég á mér engar málsbætur.

Það eina sem ég get gert er að læra af mistökum mínum og reyna að gera betur.

HÉR er hægt að lesa bloggsíðu hans.

Ummæli Loga Bergmanns á Twitter. Eiginmaður Hildar svarar og segir …
Ummæli Loga Bergmanns á Twitter. Eiginmaður Hildar svarar og segir að þau séu stórglæsileg.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda