Konur eru alltaf að bíða eftir því að grennast

Björg Ingadóttir prýðir forsíðu MAN.
Björg Ingadóttir prýðir forsíðu MAN.

Björg Ingadóttir fatahönnuður og annar eigandi Spaksmannsspjara prýðir forsíðu nýjasta hefti MAN. Björg skildi við eiginmann sinn og barnsföður árið 2007 eftir 25 ára hjónaband. U.þ.b sex mánuðum eftir skilnaðinn kom upp umræða í fjölskyldumatarboði að hún þyrfti að ná sér í kærasta og stakk systir hennar upp á að Björg myndi skrá sig á stefnumótavefinn Einkamál.is. Þegar hún hafði látið eldri syni sína vinsa út úr vonbiðlunum sátu 30 karlmenn eftir sem hún svo fækkaði niður í þrjá, þegar það reyndist gaman að tala við þá alla ákvað hún að drífa sig í að hitta þá. Eftir að hafa hitt þann fyrst áttaði hún sig á að makavalið væri mögulega ekki jafn einfalt og að velja efni eða skó. Þann næsta á listanum, Finnboga hitti hún svo í kaffi nokkru síðar og það er skemmst frá því að segja að þann þriðja hitti hún aldrei og hafa þau Finnbogi verið saman síðan.

Í viðtalinu er ekki bara talað um makaleit og skilnaði því offita þjóðarinnar berst í tal.

„Við höfum mikinn áhuga á fötum en mér finnst það þó hafa breyst svolítið eftir því sem þjóðin hefur þyngst. Það eru sífellt allir að bíða eftir að verða grannir,“ segir Björg sem prófaði að framleiða Spaksmannsspjara fatnað í stærri stærðum á tímabili sem segir það ekki hafa gefist vel.  „Ég mynidr vilja að allir væru sáttir í sínum eigin líkama og að konum þætti þær eiga skilið draumadressið sama hvað stendur á stærðamiðanum í flíkinni. Því miður hefur það samt sýnt sig að oftar en ekki vilja konur ekki kaupa sér föt ef þær eru ekki ánægðar í eignin skinni heldur ætla að koma aftur þegar þær passa í einu númeri minna. Þess vegna gátum við ekki verið með stærðir 46 og 48 eins og við vorum með fyrir nokkrum árum, þær bara seldust ekki. Miklu frekar ættum við að vera ánægð með okkur eins og við erum og klæða okkur í föt sem passa og sem fara okkur vel,“ segir Björg. 

Björg Ingadóttir er í súpergóðu formi og leggur mikið upp …
Björg Ingadóttir er í súpergóðu formi og leggur mikið upp úr því að lifa skemmtilegu lífi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda