Heiða Kristín Helgadóttir í Bjartri framtíð gaf Sóleyju Tómasdóttur oddvita VG bók um mannleg samskipti í afmælisgjöf.
„Þetta er hið stórkostlega rit Mannleg samskipti eftir Bolvíkinginn Benna Sig. Þetta er fyrsta bókin í heiminum sem er skrifuð alfarið á ipad eftir því sem ég best veit. Ég las þessa bók fyrst í sumar og keypti nokkur eintök í Bjarnabúð í Bolungarvík til að gefa vel völdum einstaklingum. Sóley var svo heppin að vera í þeim hópi,“ segir Heiða Kristín.
Hvers vegna gafstu Sóleyju þessa bók?
„Vegna þess að þetta er falleg bók með mörgum mikilvægum ráðum fyrir alla fertuga,“ segir hún.
HÉR er hægt að sjá myndirnar úr afmælinu hennar Sóleyjar.