Er ofdekraður heima fyrir

Eiður Smári er í viðtali við Eddu Hermannsdóttur á tímariti …
Eiður Smári er í viðtali við Eddu Hermannsdóttur á tímariti Viðskiptablaðsins, Eftir vinnu.

Eiður Smári Guðjohnsen og Ragn­hild­ur Sverr­is­dótt­ir kynnt­ust þegar þau voru ung­ling­ar og voru byrjuð sam­an þegar Eiður Smári fór út í at­vinnu­mennsku 16 ára. Það reynd­ist hon­um strax erfitt að vera frá henni 16 ára gam­all og hef­ur það ekki breyst 20 árum síðar. Um þetta ræðir hann í viðtali við Eddu Her­manns­dótt­ur í tíma­riti Viðskipta­blaðsins, Eft­ir vinnu.

„Það er ekki sagt til að nota sem af­sök­un en ég held að þegar það kom rót­leysi á fjöl­skyldu­lífið og ég var einn og hafði ekki sama stuðning og alltaf þá sást það inni á vell­in­um. Ég var ekki sá sami og náði ekki að sýna það sem ég gat. Það sýn­ir sig þá hversu mik­inn stuðning ég hef alltaf haft og hversu van­metið það er. Það sjá all­ir bara gaur­inn á vell­in­um, ekki að hann er ofdekraður heima fyr­ir og býr nán­ast á fimm stjörnu hót­eli. Bak við hann er mann­eskja sem tek­ur öll­um fýlu­köst­un­um eða þreytu­köst­un­um. Ef maður þarf að leggja sig þá er það sjálfsagt mál og ef ég var pirraður eft­ir leiki þá var Ragga sú sem tók á móti því og reyndi að fá mann til að dreifa hug­an­um. Hún á jafn­mikið hrós skilið fyr­ir minn fer­il eins og ég,“ seg­ir Eiður Smári í viðtal­inu en þar ræðir hann um fót­bolta­fer­il­inn, framtíðina og fjöl­skyld­una. Í sum­ar renn­ur samn­ing­ur hans út í Belg­íu en hann seg­ist ekki vera til­bú­inn að leggja skóna á hill­una.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda