Er ofdekraður heima fyrir

Eiður Smári er í viðtali við Eddu Hermannsdóttur á tímariti …
Eiður Smári er í viðtali við Eddu Hermannsdóttur á tímariti Viðskiptablaðsins, Eftir vinnu.

Eiður Smári Guðjohnsen og Ragnhildur Sverrisdóttir kynntust þegar þau voru unglingar og voru byrjuð saman þegar Eiður Smári fór út í atvinnumennsku 16 ára. Það reyndist honum strax erfitt að vera frá henni 16 ára gamall og hefur það ekki breyst 20 árum síðar. Um þetta ræðir hann í viðtali við Eddu Hermannsdóttur í tímariti Viðskiptablaðsins, Eftir vinnu.

„Það er ekki sagt til að nota sem afsökun en ég held að þegar það kom rótleysi á fjölskyldulífið og ég var einn og hafði ekki sama stuðning og alltaf þá sást það inni á vellinum. Ég var ekki sá sami og náði ekki að sýna það sem ég gat. Það sýnir sig þá hversu mikinn stuðning ég hef alltaf haft og hversu vanmetið það er. Það sjá allir bara gaurinn á vellinum, ekki að hann er ofdekraður heima fyrir og býr nánast á fimm stjörnu hóteli. Bak við hann er manneskja sem tekur öllum fýluköstunum eða þreytuköstunum. Ef maður þarf að leggja sig þá er það sjálfsagt mál og ef ég var pirraður eftir leiki þá var Ragga sú sem tók á móti því og reyndi að fá mann til að dreifa huganum. Hún á jafnmikið hrós skilið fyrir minn feril eins og ég,“ segir Eiður Smári í viðtalinu en þar ræðir hann um fótboltaferilinn, framtíðina og fjölskylduna. Í sumar rennur samningur hans út í Belgíu en hann segist ekki vera tilbúinn að leggja skóna á hilluna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda