Í öðru sæti á lista Forbes tímaritsins yfir hæst launuðu leikkonurnar í Hollywood er Jennifer Lawrence með 34 milljónir Bandaríkjadollara, eða nær fjóra milljarða íslenskra króna, fyrir hlutverk sitt í Hungurleikunum.
mbl.is/AFP
Í þriðja sæti er Jennifer Aniston með 31 milljón Bandaríkjadollara, eða um þrjá og hálfan milljarð íslenskra króna.
Ljósmynd/Wikipedia
Á eftir þeim kemur Gwyneth Paltrow í fjórða sæti með 19 milljónir Bandaríkjadollara eða um tvo milljarða íslenskra króna.
mbl.is/AFP
Angelina Jolie er í fimmta sæti á lista Forbes-tímaritsins yfir hæst launuðu leikkonur Hollywood frá 2013 til 2014 með 18 milljónir Bandaríkjadollara í laun, eða rétt rúma tvo milljarða íslenskra króna. Árið áður var hún efst á listanum.
mbl.is/AFP
Cameron Diaz kemst einnig í fimmta sæti þar sem hún er jöfn Angelinu Jolie með rétt rúmar 18 milljónir Bandaríkjadollara í laun.
mbl.is/AFP
Í sjötta sæti er Scarlett Johansson með 17 milljónir Bandaríkjadollara.
mbl.is/AFP
Í sjöunda sæti er Amy Adams með 13 milljónir dollara.
mbl.is/AFP
Í sjöunda sæti er einnig Natalie Portman en hún er jöfn Amy Adams með 13 milljónir Bandaríkjadollara í laun.
Ljósmynd/AFP
Í tíunda, eða raunar áttunda, sæti er svo Kirsten Stewart með 12 milljónir Bandaríkjadollara í laun.
mbl.is/AFP