Hæst launuðu leikkonur Hollywood

Forbes-listinn yfir hæst launuðu leikara Hollywood vakti athygli á því …
Forbes-listinn yfir hæst launuðu leikara Hollywood vakti athygli á því að konur eru með lægri laun en karlar í sömu stöðum í Hollywood. Til samanburðar má geta þess að tíu hæst launuðu karlkynsleikarar í Hollywood högnuðust samtals um 419 milljónir Bandaríkjadollara en hæst launuðu kvenkynsleikarar í Hollywood högnuðust um nær helmingi minna, eða um 226 milljónir Bandaríkjadollara. Sandra Bullock er hæst launaða leikkona Hollywood samkvæmt tímaritinu, en hin fimmtuga leikkona hefur náð að komast á efsta sæti listans yfir hæstlaunuðu leikkonu Hollywood. Frá júní 2013 til júní 2014 hagnaðist hún um 51 milljón Bandaríkjadollara, eða um nær sex milljarða íslenskra króna. Hagnaðinn má leikkonan að miklu þakka hlutverki sínu í kvikmyndinni Gravity, en hún fór með aðalhlutverk í þeirri kvikmynd ásamt George Clooney. mbl.is/AFP
Í öðru sæti á lista Forbes tímaritsins yfir hæst launuðu …
Í öðru sæti á lista Forbes tímaritsins yfir hæst launuðu leikkonurnar í Hollywood er Jennifer Lawrence með 34 milljónir Bandaríkjadollara, eða nær fjóra milljarða íslenskra króna, fyrir hlutverk sitt í Hungurleikunum. mbl.is/AFP
Í þriðja sæti er Jennifer Aniston með 31 milljón Bandaríkjadollara, …
Í þriðja sæti er Jennifer Aniston með 31 milljón Bandaríkjadollara, eða um þrjá og hálfan milljarð íslenskra króna. Ljósmynd/Wikipedia
Á eftir þeim kemur Gwyneth Paltrow í fjórða sæti með …
Á eftir þeim kemur Gwyneth Paltrow í fjórða sæti með 19 milljónir Bandaríkjadollara eða um tvo milljarða íslenskra króna. mbl.is/AFP
Angelina Jolie er í fimmta sæti á lista Forbes-tímaritsins yfir …
Angelina Jolie er í fimmta sæti á lista Forbes-tímaritsins yfir hæst launuðu leikkonur Hollywood frá 2013 til 2014 með 18 milljónir Bandaríkjadollara í laun, eða rétt rúma tvo milljarða íslenskra króna. Árið áður var hún efst á listanum. mbl.is/AFP
Cameron Diaz kemst einnig í fimmta sæti þar sem hún …
Cameron Diaz kemst einnig í fimmta sæti þar sem hún er jöfn Angelinu Jolie með rétt rúmar 18 milljónir Bandaríkjadollara í laun. mbl.is/AFP
Í sjötta sæti er Scarlett Johansson með 17 milljónir Bandaríkjadollara.
Í sjötta sæti er Scarlett Johansson með 17 milljónir Bandaríkjadollara. mbl.is/AFP
Í sjöunda sæti er Amy Adams með 13 milljónir dollara.
Í sjöunda sæti er Amy Adams með 13 milljónir dollara. mbl.is/AFP
Í sjöunda sæti er einnig Natalie Portman en hún er …
Í sjöunda sæti er einnig Natalie Portman en hún er jöfn Amy Adams með 13 milljónir Bandaríkjadollara í laun. Ljósmynd/AFP
Í tíunda, eða raunar áttunda, sæti er svo Kirsten Stewart …
Í tíunda, eða raunar áttunda, sæti er svo Kirsten Stewart með 12 milljónir Bandaríkjadollara í laun. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda