Leikstjórinn og söngvarinn Selma Björnsdóttir og tenórinn Elmar Gilbertsson, sem sló svo eftirminnilega í gegn í Ragnheiði, eru kærustupar. Parið kynntist á vordögum en hann er búsettur í Hollandi og kom hingað til lands sérstaklega til þess að syngja í óperunni sem sett var upp í Hörpu af Íslensku óperunni. Óperan Ragnheiður er eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson. Annars starfar hann mest í Evrópu og hefur sungið mikið í Frakklandi, Hollandi, Bretlandi og víðar.
Á laugardaginn var hélt Selma upp á fertugsafmælið sitt ásamt vinkonu sinni, Björk Eiðsdóttur, ritstjóra MAN. Að sjálfsögðu kom Elmar til landsins til þess að taka þátt í gleðinni með sinni heittelskuðu.