Dorrit slær á skilnaðarsögurnar

Dorrit Moussaieff er glæsileg á forsíðu MAN.
Dorrit Moussaieff er glæsileg á forsíðu MAN.

Forsetafrúin Dorrit Moussaieff prýðir forsíðu jólablaðs MAN sem kemur í verslanir á morgun, fimmtudag. Í opinskáu viðtali við tímaritið blæs Dorrit m.a. á sögusagnir um skilnað þeirra hjóna.

„Hvaðan koma þessar sögusagnir? Þetta er hrein vitleysa. En þessi kjaftagangur truflar mig svo sem ekki enda hef ég alltaf heyrt sögur um sjálfa mig – stundum væri gaman ef þær væru sannar... Þetta geta verið mjög spennandi sögur eins og sú sem ég heyrði nýverið um að ég eigi enskan bankamann að elskhuga, ég er bara upp með mér enda er ég orðin 64 ára gömul.“ 

Dorrit, sem er flutt til London til að sinna fjölskyldufyrirtækinu, kom til landsins fyrir viðtalið og myndatökuna auk þess sem hún sinnti opinberum erindum ásamt forsetanum á Fullveldisdaginn 1.desember. Forsíðumyndatakan fór fram á Bessastöðum og vakti m.a. athygli Eiríks Jónssonar ritstjóra Séð og Heyrt sem skrifaði um hana á vefsíðu sinni www.eirikurjonsson.is og velti fyrir sér tilstandinu: „Í fyrri viku vann harðsnúið lið við að farða forsetfrúna á forsetasetrinu fyrir myndatöku og fór dagurinn í það. Ekki er vitað fyrir hvaða fjölmiðil myndatakan var en mikið var í lagt og því má ætla að hann sé erlendur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda