Forstjóri Skipta leigir af 365

Selma Ágústsdóttir og Orri Hauksson.
Selma Ágústsdóttir og Orri Hauksson.

Orri Hauksson, forstjóri Skipta, leigir húseignina Laufásveg 69 ásamt eiginkonu sinni, Selmu Ágústsdóttur innanhússhönnuður. Húsið hefur verið töluvert í fréttum en það var í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar áður en hann seldi mömmu sinni það. Nú er það í eigu dótturfélags 365.

Jón Ásgeir festi kaup á húsinu 20. desember 1999 og bjó þar um nokkurra ára skeið. Hinn 31. apríl 2010 seldi hann móður sinni, Ásu Karen Ásgeirsdóttur, húsið. Húsið er hið glæsilegasta, byggt 1929 og er 362 fm að stærð. Í húsinu er hátt er til lofts og vítt til veggja eins og sagt er.

2. apríl 2014 seldi móðir Jóns Ásgeirs húsið til Hverfiseigna ehf., sem er dótturfélag 365. Frá því Jón Ásgeir flutti úr húsinu hefur það verið til útleigu og hafa ýmsir þekktir menn og konur búið í húsinu. Þar má nefna Ara Edwald, fyrrverandi stjóra 365, og Gyðu Dan Johansen, Magnús Ármann fjárfesti og Gísla Gíslason athafnamann.

Orri flutti inn í húsið vorið 2013, áður en hann réð sig til núverandi starfa, en hann tók við forstjórastarfinu í lok árs 2013.

Fasteignamatið á húsinu er rúmlega 113 milljónir króna og svona til gamans þá má geta þess að Jón Ásgeir er ennþá með skráðan heimasíma á Laufásvegi 69 samkvæmt ja.is

Hjónin Orri Hauksson og Selma Ágústsdóttir búa í húsi sem …
Hjónin Orri Hauksson og Selma Ágústsdóttir búa í húsi sem er í eigu 365. Ljósmynd/Árni Sæberg
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál