„Eftir hið steikta Kastljós í gærkvöldi hefur athygli landsmanna náttúrlega beinst að svokölluðum snákaolíusölumönnum. Útbreiddasta dagblað landsins er stútfullt af snákaolíu á hverjum degi. Alltaf kemur eitthvað nýtt. Einn daginn er það heilsugerilinn frá Balkanskaga, hinn daginn rauðrófur, þann næsta túrmerik,“ segir Dr. Gunni og bendir á að í Fréttablaðinu í dag hafi verið auglýst turmerkik sem er fimmtíu sinnum áhrifameira en hefðbundið.
„Tilvalið fyrir þá sem vilja styrkja liðamótin, auka liðleika, bæta andlega líðan, auka orku ásamt því að losna við langvarandi liðverki, bólgur, gigt og magavandamál“ og einhverjar töflur sem eiga að „stuðla að líflegra hári“.
Nú er mér alveg sama þótt ég sé sköllóttur en hef oftast verið alltof feitur. Í stað þess að éta minna og hreyfa mig ennþá meira þá hef ég viljað auðvelda lausn, eitthvað sem kallar á lágmarks framlag af minni hálfu. Því lét ég einu sinni glepjast af einhverjum megrunartöflum sem heita Zotrim. Það er oft verið að auglýsa þetta og hér eru reynslusögur. Skammturinn kostaði hátt í 5000 kall og ég þurfti að fela þetta fyrir Lufsunni því hún hefði snappað. Svo gleymdi ég náttúrlega alltaf að éta pillurnar fyrir mat eins og á að gera (af því ég gleymi því alltaf hvað ég er feitur) og nú eru þær útrunnar. Líklega væri ég núna með sixpakk hefði ég bara étið þetta,“ segir hann.
Hann bendir á að einu sinni hafi allir verið á Herbalife og játar að hafa farið á leynilegan Herbalife fund og skrifað um hann í DV.
„Mjög góð grein þótt ég segi sjálfur frá. Eru ekki annars allir hættir á Herbalæf í dag? Er ekki „Herbalæf-sölumaður“ tákn um lúser og svindlara,“ spyr Dr. Gunni. HÉR er hægt að lesa bloggfærsluna í heild sinni.