„Ég er fyrsti varaborgarfulltrúi fyrir Bjarta framtíð og er að koma úr leyfi. Ég kem til með að sitja í borgarstjórn næstu 3 ár og er fulltrúi BF í velferðarráði og tek við formennsku af Björk Vilhelms í því ráði núna í sumar. Ég geri miklar væntingar en reyni jafnframt að halda mig á jörðinni,“ segir Ilmur.
Ilmur ætlar að beita sér að fullum krafti í borgarstjórn.
„Ég vil breyta viðhorfi til velferðarmála og hef þá barnslegu trú að við sem samfélag getum hjálpast að við að láta öllum líða vel. Við eigum t.d. stórt velferðarvandamál sem er einmanaleiki. Alltof margt fólk upplifir sig eitt og einangrað og það versta sem gerist í þeim tilfellum er að fólk sviptir sig lífi en það birtist líka í óánægju og ófullnægju. Það er auðvitað alltaf skortur á fjármagni en mörgum hlutum er hægt að breyta með breyttu viðhorfi samfélagsins,“ segir hún.