Sölvi hætti að greiða í lífeyrissjóð

Sölvi Tryggvason.
Sölvi Tryggvason. mbl.is/Árni Sæberg

„Fyrir ári byrjaði ég tilraun. Ég hætti að greiða í lífeyrissjóð. Ástæðan var ekki sú að ég ætti ekki fyrir því, heldur leyfir samviska mín mér það varla lengur, svo mig langaði að skoða hvað myndi gerast ef ég myndi óhlýðnast,“ segir Sölvi Tryggvason á spyr.is.

„Við fáum reglulega fréttir af því að ekki megi borga fólkinu sem bjó til þessa sjóði með elju og dugnaði og nú á að njóta ævikvöldsins nema í formi vasapeninga sem telja svo fáar krónur að skömm er. Þeir sem hafa eitthvað út á það að setja eru svo yfirleitt stimplaðir sem kjánar sem ekki skilja það að eftir x-mörg ár verða x-margir orðnir x-gamlir.

Það er svo notað sem afsökun til að fikta í bókhaldinu áratugi fram í tímann til að leiðrétta sullið sem er í gangi í dag. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið er það enn fámenn klíka sem umgengst lífeyrissjóðina eins og einkasparibauka, eins og ekkert hafi í skorist. Þegar einhver vogar sér að gagnrýna kerfið eru svo teknir peningar af almannafé til að greiða almannatenglum fyrir að reyna að hjóla í þá sem standa fyrir gagnrýninni,“ segir hann.

Sölvi Tryggvason á ferðalagi.
Sölvi Tryggvason á ferðalagi. Ljósmynd/Úr einkasafni


„Af hverju er umræða um lífeyrissjóði á Íslandi alltaf  þannig að þegar einhver vogar sér að gagnrýna eitthvað, stökkva upp varðhundar sem hegða sér eins og verið sé að gagnrýna barnið þeirra? Þú hlýtur að vera á mjög sérstökum stað í lífinu þegar þú ert það tilfinningalega tengdur íslenska lífeyrissjóðakerfinu að gagnrýni á það sé eins og persónuleg árás á þitt allra nánasta. Nú eða hitt, að einhver á á þig eitthvað misjafnt og þú sért kominn á kaf í spillingu sem þú átt enga leið út úr.

Ég er barnlaus, á ekki neitt og hef engu að tapa. Það þarf ekki að koma á óvart að ég fæ ekki að rökstyðja það gagnvart neinum innan lífeyrissjóðanna af hverju ég vil ekki borga, heldur þarf ég að eiga það samtal við innheimtustofnun, sem sér um skítverkin. Þó að ég búi í landi sem hefur lög um félagafrelsi og að ég hafi öll heimsins rök fyrir því hvers vegna það sé sniðugra fyrir mig að leggja peningana sjálfur til hliðar en að láta þá í hendur manna sem vilja kaupa pitsustaði fyrir mína hönd, hefur það ekkert að segja. Það sem gerist er að skuldin verður að andlitslausri almennri kröfu, þannig að engin leið er að skilja hana frá fjármálum sínum að öðru leyti.

Ég hef alltaf staðið í skilum í lífinu og veit því ekki hverjar afleiðingarnar verða.

En eitt veit ég. Á meðan allir halda áfram að hlýða mun ekkert breytast.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda