Malín Brand um lífið í Vottum Jehóva

Malín Brand sagði í viðtali við Fréttatímann að það hefði …
Malín Brand sagði í viðtali við Fréttatímann að það hefði ekki verið tekið út með sældinni að vera í Vottum Jehóva. Ljósmynd/Teitur Jónasson

Syst­urn­ar Malín Brand og Hlín Ein­ars­dótt­ir komust í frétt­ir í vik­unni eft­ir að hafa reynt að kúga fé út úr eig­in­konu Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráðherra. Malín Brand var í ít­ar­legu viðtali við Frétta­tím­ann í nóv­em­ber 2010. Þar sagði hún frá því hvernig var að al­ast upp í Vott­um Jehóva, frá sam­bandi henn­ar og Hlín­ar Ein­ars­dótt­ur og hvers vegna hún ákvað að leggja stund á lög­fræði. 

Hér fyr­ir neðan er brot úr viðtal­inu: 

Malín Brand ólst upp í söfnuði Votta Jehóva á Íslandi. Ein­hverj­ir gætu ætlað að það væri svona álíka merki­legt og að al­ast upp í fá­mennu sjáv­arþorpi þar sem all­ir kjósa Fram­sókn­ar­flokk­inn. Svo ein­falt var það ekki. Að til­heyra Vott­um Jehóva þýddi meðal ann­ars að fjöl­skyld­an hélt ekki jól og börn inn­an safnaðar­ins fengu hvorki að halda upp á af­mælið sitt né mæta í af­mæli bekkj­ar­fé­laga sinna.

„Fyrsta hugs­un­in þegar ég heyrði jóla­lag var alltaf: Æ, nei, ég má ekki hlusta. Verð að loka eyr­un­um. Við mátt­um aldrei syngja með jóla­lög­un­um. Þegar verið var að jóla­föndra í skól­an­um sat ég úti í horni og teiknaði fugl. All­ir hlógu að mér af því að ég var svo vit­laus að teikna fugl en ekki jóla­svein. Ég fór á mis við allt fé­lags­líf sem barn. Öll börn­in fóru í af­mæli … nema Votta­börn­in. Ég fór á trú­ar­sam­kom­ur með mömmu, Val­gerði Krist­ínu Brand, þris­var í viku. Svo var það skylda okk­ar allra að ganga í hús til að bjóða fólki blöð og lesa upp úr Biblí­unni. Fólkið sem kom til dyra horfði stór­um aug­um á mig og spurði hvað ég væri eig­in­lega að gera,“ rifjar Malín upp og bros­ir vand­ræðal­ega. Minn­ing­in er fjar­læg og hálf­fjar­stæðukennd, þótt ekki sé langt um liðið. „Þegar maður elst upp inn­an veggja safnaðar­ins er maður ekki hluti af sam­fé­lag­inu. Reynd­ar vor­um við ann­ars flokks í söfnuðinum af því að pabbi var ekki í hon­um. Það er frek­ar óvenju­legt. Mamma hef­ur verið „óþekk“,“ seg­ir Malín sposk á svip. Húm­orist­inn strax kom­inn upp í henni. Hún seg­ist alltaf hafa reynt að sjá spaugi­legu hliðarn­ar á hlut­un­um. Það hafi hún lært af föður sín­um, Ein­ari Odd­geirs­syni, sem var mik­ill húm­oristi.

Hvað þýddi það að vera ann­ars flokks?
„Við sát­um ekki við sama borð og hinir. Þótt það séu aldrei hald­in af­mæli í söfnuðinum er reynt að hafa barna­boð í staðinn. Mér var ekki boðið í þau boð fyrr en ég var orðin fimmtán ára. Ég átti hvorki vini í söfnuðinum né í skól­an­um. Mér var strítt mikið í skóla og ég var lögð í einelti. Ég þótti skrýt­inn krakki. Bæði af því að ég ólst upp í þess­um söfnuði og svo talaði ég líka öðru­vísi en hinir. Mál­farið í fjöl­skyld­unni minni er svo­lítið sér­stakt af því að við erum Vest­ur-Íslend­ing­ar. Við fædd­umst samt á Íslandi. Svo sá ég mjög illa, þurfti að nota gler­augu og var strítt út af því líka. Ég sagði ekki frá þessu heima fyr­ir. Ég skammaðist mín svo mikið fyr­ir að vera strítt í skól­an­um.“

Er stríðni eitt­hvað sem fylg­ir því að til­heyra þess­um trú­ar­söfnuði?
„Já, ég gæti al­veg ímyndað mér það. Í söfnuðinum var talað um trú­arof­sókn­ir eða að við þyrft­um að láta margt yfir okk­ur ganga vegna trú­ar­inn­ar. En það er til orð yfir þetta: Einelti.“
Malín gekk í skóla í Kópa­vogi, skipti um skóla þegar hún var ell­efu ára og fór þá í ann­an skóla í Kópa­vogi og því næst í Hafnar­f­irði.
„Ég skipti um skóla af því að ég hélt að allt myndi lag­ast við það. En ég tók vanda­málið nátt­úr­lega bara með mér. Ég var orðin fimmtán ára þegar ég svaraði fyr­ir mig í fyrsta skiptið. Þá hugsaði ég með mér: „Hey, af hverju gerði ég þetta ekki fyrr? Þetta er snilld!“

Hvað með systkin þín?
„Ég á eina syst­ur, Hlín Ein­ars­dótt­ur, sem er fjór­um árum eldri en ég. Hún var meira í því að lemja mig!“ seg­ir Malín og hlær. „Hún þoldi mig ekki fram­an af. Við töluðum eig­in­lega sam­an í fyrsta skipti þegar ég var fimmtán. Þá horfði hún á mig og sagði: „Nú, kanntu að tala?“ Ég bar snemma alltof mikla ábyrgð. Hafði áhyggj­ur af öllu. Ég fékk maga­sár þegar ég var níu ára.“

Hafði eineltið í skól­an­um þau áhrif?
„Nei. Maga­sárið var meira út af fjár­hags­á­hyggj­um. For­eldr­ar mín­ir áttu aldrei pen­ing og mamma deildi þeim áhyggj­um alltaf með mér, barn­inu. Eins og hún var frá­bær mamma þá var þetta dæmi um hvernig á ekki að tala við börn. Hún átti til að segja hluti eins og: „Jæja, Malín mín, ætli við fáum eitt­hvað að borða í næstu viku?“ Þar af leiðandi bað maður aldrei um neitt. Ég vissi að pen­ing­arn­ir voru ekki til. Ég hafði þó ekki bara áhyggj­ur af pen­inga­leys­inu, held­ur líka því að móður minni leið greini­lega ekki vel. Ég var hrædd um að hún myndi kannski taka eigið líf, al­veg frá því ég var sjö ára.“

Hafði ein­hver sem þú þekkt­ir farið þá leið?
„Nei, en ég er mjög næm á líðan fólks. Mamma hótaði því líka stund­um að láta sig bara hverfa. Ef ég fann hana ekki heima þá fór ég út að leita að henni. Hún var kannski ekki þung­lynd en ég held að hún hafi verið í ein­hvers kon­ar sál­ar­klemmu. Kannski hafði hún skyggni­gáfu sem hún vissi ekki al­veg hvernig hún ætti að díla við. Ég veit það ekki. Ég hef stund­um pælt í því. Hún vissi nefni­lega oft hluti sem hún átti ekki að vita. Afi er svona líka.“

Ertu þú skyggn sjálf?
„Já, ég er það, ef ég opna fyr­ir það. Ég sé t.d. árur fólks. Einu sinni hélt ég að árur væri eitt­hvað sem all­ir sæju en núna veit ég að svo er ekki. Árur end­ur­spegla bæði per­sónu­leika og líðan fólks.“

Hjálpaði trú­in þér í þess­um erfiðleik­um í æsku?
„Nei, þessi trú er þannig að hún fær­ir ekk­ert sér­stak­lega góð rök fyr­ir til­veru manns. Sú ákvörðun að trúa var tek­in fyr­ir mig, rétt eins og ein­hver hefði til­kynnt mér að upp­á­halds­lit­ur­inn minn væri grænn. Ég er mjög gagn­rýn­in og trúði í raun og veru aldrei. Það var eig­in­lega mesti skandall­inn því að sá sem ef­ast er ekki í góðum mál­um í söfnuðinum. Ef maður impraði á ein­hverju slíku var bara sussað á mann og sagt að djöf­ull­inn væri að hræra í hausn­um á manni. Þetta var al­gjör heilaþvott­ur. Það er eng­in til­vilj­un að vott­ur rím­ar við þvott­ur! Þetta er heilaþvotta­stöð en ekki staður þar sem kær­leik­ur­inn blómstr­ar,“ seg­ir Malín ákveðin.

„Manni er inn­rætt frá fyrsta degi að öll gagn­rýn­in hugs­un og efa­hyggja eigi ekki heima inn­an safnaðar­ins. Mér var bók­staf­lega bannað að hugsa. Ég las alltaf mjög mikið. Þegar ég var fimmtán ára fór ég að lesa heim­speki og gleypti í mig allt les­efni sem ég komst í. Þetta koll­varpaði þeirri heims­mynd sem mér hafði verið inn­rætt. Í gegn­um heim­spek­ina og vís­ind­in fór ég að líta heim­inn öðrum aug­um. Vott­arn­ir hafna þró­un­ar­kenn­ingu Darw­ins en mér finnst þró­un­ar­kenn­ing­in æðis­leg! Hún er skemmti­leg og rök­rétt.“

Hylmt yfir kyn­ferðis­brot
Átján ára gift­ist Malín öðrum safnaðarmeðlimi, manni sem var átta árum eldri en hún.
„Í söfnuðinum er bannað að stunda kyn­líf fyr­ir hjóna­band. Ég held að það sé ástæðan fyr­ir því að marg­ir þarna gifta sig mjög ung­ir.“

Varstu ást­fang­in?
„Ég hélt það á ein­hverj­um tíma­punkti. En svo hélt ég áfram að grúska í mínu og gera það sem var bannað: Að hugsa. Við fór­um bara hvort í sína átt­ina. Svo sagði ég mig úr söfnuðinum árið 2004 og með því sagði ég mig úr hjóna­band­inu.“

Hvað varð til þess að þú ákvaðst að stíga það skref?
„Stór ástæða þess að ég fékk al­gjör­an viðbjóð á söfnuðinum var sú að rétt­lætis­kennd minni var storkað illi­lega. Ég fylgd­ist með máli inn­an safnaðar­ins þar sem maður nokk­ur mis­notaði ung börn. Æðstustrump­ar safnaðar­ins, þ.e. öld­ung­arn­ir, tóku málið í sín­ar hend­ur og maður­inn slapp með að fá áminn­ingu á sam­komu. Það var það eina. Ég spurði öld­ung­ana hvort lög­regl­an hefði hafið rann­sókn á þessu kyn­ferðis­brota­máli. Ég veit nefni­lega til að slík mál hafi verið þögguð niður inn­an safnaðar­ins í gegn­um tíðina. Þeir brugðust ókvæða við og sögðu að ég skyldi treysta á söfnuðinn og Guð. Mál­in væru í far­vegi og ver­ald­leg­um stjórn­völd­um skyldi ekki blandað í þetta þar sem ill umræða um söfnuðinn myndi fara af stað inn­an þjóðfé­lags­ins. Sem sagt: Litið var fram hjá lög­um og regl­um lands­ins. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Vott­ar Jehóva hylma yfir með barn­aníðing­um og því miður senni­lega ekki í það síðasta.

HÉR er hægt að lesa viðtalið í heild sinni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda