„Ég sá sem sagt auglýst á svona „audition“ síðu að það vantaði söngvara á svona kvöld. Ég sótti um og var beðin um að senda video af mér að syngja live. Framleiðandinn var sáttur við þau og bauð mér að koma fram á föstudegi og laugardegi með tvö lög. Þetta var ekkert smá gaman, en ég var alveg þvílíkt stressuð fyrir þessu. Var með mömmu í símanum eiginlega alveg þangað til ég fór á svið. Svo gekk þetta bara mjög vel,“ segir Unnur Eggertsdóttir leiklistarnemi sem tók P.I.M.P með 50 Cent í New York.
„Ég ákvað í einhverju flippi að taka cover af Pimp, því ég hef elskað 50 cent síðan ég var allt of lítil til að mega hlusta á lögin hans,“ segir hún.
Aðspurð að því hvort það hafi ekki verið erfitt að gera þetta játar hún því.
„Það var smá erfitt að finna út réttu útsetninguna fyrir lagið. Ég fékk bara hálftíma með undirleikaranum en við vorum fljótar að setja lagið saman og ég var nokkuð satt með útkomuna,“ segir hún.