Klara Egilson, dóttir frægustu þulu allra tíma Rósu Ingólfs, hefur verið ráðin ritstjóri Sykur.is. Klara hefur starfað sem blaðamaður og pistlahöfundur í tvo áratugi.
„Ferill Klöru spannar allt frá menningartengdum skrifum fyrir Helgarpóstinn snemma á níunda áratugnum til forsíðuumfjallana fyrir tímaritið Mannlíf. Klara hefur einnig sinnt menningartengdum umfjöllunum fyrir DV, hún ritaði um langt skeið vikulegar heilsuumfjallanir fyrir Fréttablaðið og hefur sinnt almennum menningarumfjöllunum fyrir fleiri innlenda miðla.
Þá hefur Klara einnig starfað við útvarp en hún gegndi starfi dagskrárgerðarmanns og þáttastjórnanda á Rás 2 um eins árs skeið. Undanfarin ár hefur Klara eingöngu ritað fyrir íslenska vefmiðla og lengst af fyrir vefinn Bleikt.is þar sem hún gegndi um tíma starfi ritstjórnarfulltrúa og nú síðast á vefmiðlinum Hún.is,“ segir á vef Kvennablaðsins sem er í eigu Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og Soffíu Steingrímsdóttir líkt og sykur.is.