Leikkonan Halla Koppel eignaðist frumburð sinn í morgun. Stúlkan fæddist í Lundúnum og var 57 sm þegar hún kom í heiminn. Stúlkan hefur fengið nafnið Louisa Koppel.
Halla gekk að eiga Harry Koppel í desember 2014 en hann er kólumbískur bankamaður. Í viðtali við Sunnudagsmoggann 2013 sagði Halla:
„Næst á dagskrá er að finna dagsetningu en það veltur svolítið á því hvar við veljum að gifta okkur,“ bætir Halla við. „Harry er frá Kólumbíu en alinn upp að miklu leyti í Bretlandi og við búum í London þannig að það þarf að huga að ýmsu.“ Til að bæta enn frekar við fjölþjóðleika trúlofunarinnar bar Harry bónorðið upp í Tyrklandi. „Það var í Istanbúl við Bosporussund, sem sagt á milli Evrópu og Asíu, sem sagt mjög rómantískt allt saman,“ segir Halla.