„Síðar kom í ljós að skilningur þeirra var ekki hinn sami, þótt þau frændinn hefðu verið mjög náin alla tíð. Guðlaug er líffræðileg móðir barnsins og óskaði eftir því að fá það til sín aðra hverja helgi „til að milda höggið“, eins og hún orðar það sjálf. Þá varð allt vitlaust og nú eru liðin tvö ár frá því að hún fékk að hitta barnið síðast. Rætt er við Guðlaugu í Kastljósi í kvöld og í kjölfarið verða panelumræður um hinar ýmsu hliðar staðgöngumæðrunar,“ segir á vef RÚV.is.
Nánar um málið á ruv.is