Margret Hrafnsdóttir prýðir október forsíðu MAN sem kemur í verslanir á morgun. Forsíðufyrirsögnin „Fjölskyldan verður aldrei aftur söm“ vísar í það að Ragnar, einkasonur hennar og Jóns Óttars Ragnarssonar, kom nýverið út úr skápnum sem transgender konan Ragna Rök. Margret segir einlæglega frá þrautagöngunni með Rögnu undanfarið en hún segir nýliðið sumar hafa verið það erfiðasta sem hún hafi upplifað.
„Þegar fólk er að ganga í gegnum þessar hugsanir og breytingar er sjálfsmorðstíðnin mjög há og á þessum tíma leið okkur hreinlega eins og hún væri í stöðugri hættu. Hún er mikill aktívisti og nýverið lýsti hún sjálfsmorðstilraun sinni og hugsunum í fyrirlestri við Brown og sló í gegn þar eins og í öllu sem hún gerir,“ segir Margret í viðtalinu en Ragna stundar nám við Brown háskóla á Rhode Island fylki í Bandaríkjunum.
„Ég held að fjölskylda sem gengur í gegnum þessar raunir verði aldrei aftur söm. Það er blanda af sorg og alveg ofboðslegu þakklæti að komast í gegnum þennan pakka.“