Gunnar Bragi Sveinsson er í opinskáu viðtali við DV. Í viðtalinu er hann spurður út í ástarmál sín en ráðherrann skildi við eiginkonu sína á árinu og vakti það mikla athygli.
Gunnar Bragi talar um ástina í viðtalinu og segir að það sé svolítið merkilegt að vera á lausu en að aðrir í kringum hann hafi meiri áhyggjur af ástalífi hans en hann sjálfur.
„Það er ný tilfinning. Svolítið sérstakt auðvitað. Ég held reyndar að flestir hafi meiri áhyggjur af því en ég,“ segir hann í viðtali við DV.
„Sumir skilja ekki alveg hvað ég er rólegur yfir því að vera einn. Ég held að fólk hafi áhyggjur af því að ég gangi ekki út, ég ég er bara að átta mig á hlutunum og mér liggur ekkert á. Ég er nýfluttur, var að skipta um íbúð, og er að hugsa um það núna. Svo tekur lífið örugglega einhverjar beygjur. Ég hef ekki hugmynd um það,“ segir hann.