Sveinn Andri eignast son

Sveinn Andri Sveinsson.
Sveinn Andri Sveinsson. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

„Fyrr á þessu ári var mér kenndur þessi myndarlegi drengur, Mikael Alexander, sem nýlega varð þriggja ára. Var það niðurstaðan að ég væri pabbinn. Mikael hafði fram til þessa verið kenndur við annan mann, sem hann lítur á sem föður sinn. Ég og móðirin höfum sæzt heilum sáttum og fyrirgefið hvort öðru; hún mér fyrir að vera ekki til staðar og ég henni fyrir óréttmæt ummæli í minn garð. Annað er óásættanlegt hans vegna. Ég mun eftirleiðis eftir fremsta megni sinna mínum skyldum gagnvart þessum nýja fjölskyldumeðlim og er honum tekið opnum örmum af fjölskyldunni mín megin. Móðirin hefur staðið sig afburðavel við uppeldið, sem og hinn pabbi hans, auk þess sem hann á núna lítinn bróður.
Ég og systir Mikaels heimsóttum hann í dag og gáfum honum og litla bróður hans smá jólapakka,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður á facebooksíðu sinni. 

„Hann verður örugglega einhvern tíma að átta sig á þessari nýju stærð í tilverunni og verður því farið hægt í sakirnar,“ segir hann jafnframt. Sveinn Andri sagðist ekki vilja ræða frekar einkamál þeirra í fjölmiðlum en hann heimilaði Smartlandi Mörtu Maríu engu að síður að birta þessa færslu. 

„Mikael er orðinn hluti af liðinu hans Sveins og er ég viss um að hann heldur áfram að dafna vel. (Þessi skilaboð voru samþykkt af móður Mikaels.)
Jólakveðja úr Mjóstrætinu. Ást og friður,“ segir Sveinn Andri.

Sveinn Andri Sveinsson.
Sveinn Andri Sveinsson. Ljósmynd/Björn Blöndal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda