Hæstaréttarlögmaður leikur í mynd Balta

Guðrún Sesselja Arnardóttir sagði upp vinnunni og ákvað að feta …
Guðrún Sesselja Arnardóttir sagði upp vinnunni og ákvað að feta nýja braut.

Guðrún Sesselja Arnardóttir hæstaréttarlögmaður prýðir forsíðu janúar tölublaðs MAN en hún tekst fljótlega á við glænýtt hlutverk í orðsins fyllstu merkingu. Eftir að hafa í 12 ár verið sjálfstætt starfandi lögmaður ákvað hún að breyta til og sótti um laust starf hjá Ríkislögmanni en það var ekki eina áskorunin því daginn sem hún mætti í atvinnuviðtal þar fór hún einnig í leiklistarprufu fyrir væntanlega kvikmynd Baltasars Kormáks, Eiðinn.

„Mér fannst þetta nú aðallega fyndið. Ég hitti Selmu Björns sem var að ráða í hlutverk fyrir myndina, á frumsýningu í fyrra og hún bauð mér að koma í prufu fyrir hlutverk rannsóknarlögreglu. Ég var nýbúin að segja starfi mínu lausu og svaraði kæruleysislega: „Jú, endilega ég er ekki með neina vinnu.“

Ég fékk svo auðvitað bakþanka en hugsaði með mér: „Þetta skiptir engu, ég er ekkert að fara að fá þetta hlutverk – ég kann ekkert að leika.“

En annað kom svo sannarlega á daginn og hefur Guðrún nú þegar mætt á nokkrar æfingar og segir sér vel tekið. Eiginmaðurinn, Jóhann Sigurðarson, leikari er að hennar sögn spenntur fyrir útkomunni og útilokar ekki að fylgja henni á rauða dregilinn.

Guðrún Sesselja hefur varið nokkra harðsvíruðustu glæpamenn landsins en segist aldrei hafa óttast neinn þeirra eða veigrað sér við að taka að sér mál. Hún hefur ákveðnar skoðanir á meðferðum kynferðisbrotamála og dómstóli götunnar sem kallar eftir harðari dómum en felldir hafa verið. 

„Það er sífellt kvartað yfir því að ekki sé ákært og sakfellt nægilega oft í þessum málum en þannig á það að vera að mínu mati. Það á að stíga varlega til jarðar í þessum málum og ég er viss um að ef umræddur sakborningur væri einhver nákominn myndu flestir honum nákomnir vilja að aflað væri allra gagna áður en ákveðið væri að hann væri sekur. Myndi fólk virkilega vilja að slakað væri á þessu öllu saman og gengið út frá því að viðkomandi sé sekur? Ég held að mjög algengar aðstæður séu að báðir aðilar séu mjög drukknir, þó ég sé ekki að segja að það sé einhver afsökun fyrir sakborning. Báðir muna stundum illa eftir atburðinum o.s.frv,“ segir segir Guðrún Sesselja í viðtali við MAN en hún prýðir forsíðu blaðsins. 

Guðrún Sesselja Arnardóttir og Jóhann Sigurðarson.
Guðrún Sesselja Arnardóttir og Jóhann Sigurðarson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda