Alsæl eftir brjóstaminnkun

Gerður Huld Arinbjarnardóttir.
Gerður Huld Arinbjarnardóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Mér líður mjög vel. Ég átti von á að þetta yrði erfiðara svona fyrstu daganna en ég er búinn að vera með merkilega litla verki. Ég finn líka strax mun á verkjum í baki og öxlum. Það er hálf undarlegt hvað maður var orðinn vanur þeim og svo allt í einu hverfa verkirnir og þá er eins og eitthvað vanti inn í lífið. Ég sakna þeirra samt ekki,“ segir Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi hjálpartækjaverslunarinnar Blush.is. Hún fór í brjóstaminnkun í þarsíðustu viku en áður en hún fór í aðgerðina sagði hún í viðtali við Smartland Mörtu Maríu að hún væri bæði spennt og kvíðin

Hvernig er staðan á þessu akkúrat núna?

„Ég var að koma frá Ágústi lýtalækni og hann tók umbúðirnar af. Ég veit ekki hvort okkar var ánægðari með útkomuna. Þetta var stór aðgerð og eins og Ágúst sagði sjálfur þá var í raun og veru allt gert sem hægt er að gera í brjósta aðgerð. Púðar fjarlægðir, auka húð tekin af brjóstunum, umfram fita sogin á hliðunum og fituvefur minnkaður. Síðustu daga hef ég verið pökkuð inn eins og ungabarn með stórar umbúðir. Ég var reyndar búin að rífa meiri partinn af mér þar sem forvitnin var alveg að fara með mig og ég bara varð að kíkja og sjá hvernig þetta hefði komið út. En núna næstu vikurnar er ég með litla plástra yfir skurðunum til að vernda þá og passa að þetta grói allt vel saman. Plástrarnir eru líka notaðir til að örin verði fallegri svo ætli ég verði ekki að hlíða fyrirmælum og vera með plástrana áfram þó svo að það sé mjög freistandi að rífa þá af til að sjá hvernig þetta lítur allt út. En þetta virðist allaveganna vera að gróa mjög vel. Saumarnir sem eru notaðir eyðast upp sjálfir svo að það þarf ekki að fara í neina saumatöku svo nú er bara að bíða og leifa þessu að jafna sig.“ 

Þegar Gerður er spurð að því hvort hún hafi ekki fundið fyrir sársauka eftir aðgerðina segist hún hafa fundið smá, en ekkert alvarlegt. 

„Eftir aðgerðina vaknaði ég aðeins verkjuð, en ekkert alvarlegt. Hjúkkurnar voru fljótar að gefa mér meiri verkjalyf svo það hvarf fljótt. Ég fór síðan bara heim rétt eftir að ég var almennilega vöknuð. Þegar maður fer í svona aðgerð þá undirbýr maður sig einhvernveginn fyrir það vesta og ég átti von á mikið meiri verkjum, ég hef nánast ekki fundið neitt fyrir þessu nema jú að sjálfsögðu er ég aum. Það er svolítið eins og ég hafi farið á góða handa æfingu og sé með strengi. Ég var farinn að vinna létta tölvu vinnu heima upp í sófa strax daginn eftir og í dag er ég farinn að gera svona nánast allt. Erfiðasti parturinn af þessu er líklega að slaka á.“

Eru bólgurnar farnar?

„Ég er ennþá aðeins marin og það tekur nokkra mánuði fyrir brjóstin að losna við alla bólgur en ég þarf ekki lengur að taka verkja stillandi eða bólgueiðandi lyf.“

Finnur þú mun þegar þú klæðir þig í föt?

„Ég er meira og minna búinn að vera í íþróttafötum síðustu daga, og á að vera í sérstökum aðgerða haldara næstu vikurnar svo ég er ekki en þá búinn að máta gömlu brjóstahaldarana. Ég er ennþá með stór brjóst þó svo að þau hafi verið minnkuð mjög mikið, en ég á von á því að þurfa allaveganna að endurnýja nærfataskúffuna. En það verður vonandi ekki jafn mikið vesen að finna brjóstahaldara, áður fyrr var nánast ógerlegt fyrir mig að fá brjóstahaldara hérna á Íslandi sem hentuðu mér.“

Þegar Gerður er spurð að því hvort hún hafi ekkert óttast svæfinguna segir hún svo ekki vera. 

„Ég skal alveg viðurkenna það að ég grét aðeins rétt fyrir svæfinguna. Þá heltist svona yfirþyrmandi hræðsla yfir mig. Það er líka smá ógnvekjandi að labba inn á skurðstofu og vita að það sé verið að fara skera í mann. Það er þó eitthvað sem er held ég bara mjög eðlilegt. Ég finn það líka eftir að ég átti strákinn minn að ég er orðinn lífhræddari en ég var áður. Þess vegna er líka svo mikilvægt að finna sér lækni sem maður treystir vel. Það hjálpaði mér mjög mikið að vita af því að margir sem ég þekki hafa farið áður í svona eða sambæri lega aðgerð og það gekk allt vel.“

Þetta er ekki fyrsta aðgerðin sem Gerður fer í. 

„Já ég fór í brjósta leiðréttingu aðeins 17 ára gömul. Ég var með „fæðingargalla” þar sem annað brjóstið óx ekki eðlilega. Annað brjóstið var því eðlilegt í stærð en hitt brjóstið var alveg flatt. Það voru því settir silicon púðar til að jafna brjóstin út. 200cc í annað brjóstið og 350cc í hitt brjóstið. Eftir þetta ævintýri bætti ég síðan á mig 25 kg og ætli megnið af því hafi ekki endað á brjóstunum. Ég sé þó ekki eftir að hafa farið í þá aðgerð en ég mundi klárlega mæla með því að fólk leifi líkamanum að full þorskast áður en maður fer í svona aðgerð.“

Þegar Gerður er spurð að því í hvaða skálastærð hún sé núna segist hún ekki alveg vita það. 

„Ég er ekki en þá farinn að máta brjóstahaldara, en ætli ég sé ekki í svona 36d. Áður var ég í 38H. Þetta er því mikill munur fyrir mig og það sem ég er að bera þó að vissulega sé ég ekki með lítil brjóst í dag, þrátt fyrir að vera búinn að fara í minnkun.“

Heldur þú að þú eigir eftir að fara í fleiri lýtaaðgerðir?

„Aldrei segja aldrei en ég er allaveganna ofsalega sátt við sjálfan mig í dag svo ég á ekki von á því.“

Gerður lagðist undir hnífinn í gær

Gerður Huld Arinbjarnardóttir.
Gerður Huld Arinbjarnardóttir. mbl.is/Árni Sæberg
Svona voru púðarnir sem voru teknir úr.
Svona voru púðarnir sem voru teknir úr. mbl.is/Árni Sæberg
Þessi mynd var tekin af Gerði síðasta sumar.
Þessi mynd var tekin af Gerði síðasta sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda