Mary krónprinprinsessa Dana og eiginmaður hennar Frederik eru í opinberri heimsókn í Sádí-Arabíu. Í gær var þeim boðið í hádegisverð með konungi Sádí-Arabíu, Salman bin Abdul Aziz al Saud, en með honum í för var haugur af hæst settu embættismönnum landsins.
Eins og kurteisislög gera ráð fyrir var mynduð röð þar sem embættismenn heilsuðu upp á sendinefnd Dana en það brá svo við að aðeins einn af hverjum fjórum embættismönnum Sádanna tók í útrétta hönd krónprinsessunnar en þeir heilsuðu allir prinsinum með handabandi. Samkvæmt dönsku pressunni brá Mary nokkuð við þetta en náði að halda andlitinu, eins og sagt er.
Ekki skal fullyrt um það hvað olli þessu en ljóst er að jafnrétti kynjanna er ekki komið langt í landinu en Sádí-Arabía bannar m.a. konum að aka bílum. Það er nokkuð ljóst að embættismenn í Sádí-Arabíu eru ekki búnir að kynna sér og tileinka sér alþjóðlegar kurteisisvenjur né það sem meira máli skiptir; jafnrétti kynjanna. Mary fór þó ekki út í miðju atriði þó það hefði kannski verið sniðugt.