Lionel Messi gerir heila þjóð brjálaða

Lionel Messi.
Lionel Messi. mbl.is/AFP

Knattspyrnugoðsögnin Lionel Messi er nú lentur í vandræðum og það gagnvart heilli þjóð. Egyptar eru brjálaðir út í kappann eftir að Messi ákvað að gefa notaða takkaskó sína til góðgerðarmála í sjónvarpsþætti þar í landi. En hvers vegna í veröldinni ætti það að vera eitthvað sem getur farið fyrir brjóstið á einhverjum?

Jú, vegna þess að í þessu arabíska hluta heimsins er skótau eitthvað sem flokkast sem óhreint. Það þykir því mikill dónaskapur að gefa notaða skó af sér. Málið er nú komið alla leið í egypska þingið þar sem þingmaðurinn Said Hasasin sagði egypska þjóð ekki hafa verið móðgaða svona í 7.000 ár og að hann myndi lemja Messi með skónum sínum!

Egypska knattspyrnusambandið er líka búið að tjá sig um málið og er Messi þar á bæ bent á að Egyptar þurfi ekki notaða skó frá Messi og alls ekki neitt í góðgerðarskyni frá knattspyrnukappanum. Aumingja Messi sem ætlaði bara að styrkja gott málefni situr því eftir með sárt enni en sennilega reynslunni ríkari.

Lionel Messi.
Lionel Messi. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál