Karl Lagerfeld segir París hreina martröð

Þýski fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld flutti til Parísar í kringum 1950.
Þýski fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld flutti til Parísar í kringum 1950. AFP

Á meðan að Íslendingar fjölmenna til Parísar segir Karl Lagerfeld, yfirhönnuður Chanel, borgina hreina martröð. Í viðtali við CNN Style fer Lagerfeld yfir það hvernig borgin hafi misst allan ljómann.

Eitt sinn léku glitrandi ljós  um Champs Elysées á kvöldin og borgin var full af glæsilegu og vel klæddu fólki en nú er raunin önnur samkvæmt Lagerfeld. „Ég hef aldrei séð París eins þungbúna og hún er nú. Það vantar allan glamúrinn,“ sagði Lagerfeld.

Þá sagði hann borgina hreina matröð að kvöldi til og það vantaði alla klisjuna sem einkenndi hana áður fyrr. Lagerfield hóf störf hjá Chanel árið 1983 en á undan því starfaði hann hjá Pierre Balmain. Hann segir borgina ekki líkjast þeirri frönsku bíómynd sem hún gerði þegar hann flutti þangað. „Þetta var allt annar heimur. Hlutirnir hafa breyst og mér líður eins og ég hafi lifað í heimi sem er ekki lengur til.“

Þýski fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld segir París hafa misst glæsileikan.
Þýski fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld segir París hafa misst glæsileikan. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda