Dreymir um að gefa út plötu

Dagbjört Rúriksdóttir tekur þátt í Ungfrú Íslandi í ár.
Dagbjört Rúriksdóttir tekur þátt í Ungfrú Íslandi í ár.

Dagbjört Rúriksdóttir er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Íslandi í ár en keppnin fer fram 27. ágúst í Hörpu. Hún er stuðningsfulltrúi í Klettaskóla og frístundaleiðbeinandi í Guluhlíð. Dagbjört er einhleyp en hennar helstu áhugamál eru að syngja, spila tennis, hlusta á tónlist, ferðast, lesa góðar bækur og verja tíma með þeim sem henni þykir vænt um. Auk þess finnst henni gott að borða góðan mat og drekka gott vín.

Hvað er búið að vera áhugaverðast í undirbúningi keppninnar? Mér fannst ótrúlega gaman í myndatökunum og að dansa við tónlistina eins og asni á gönguæfingunum. Ekki hægt annað með þessar græjur sem eru í World Class.

Þekkið þið einhvern sem hefur tekið þátt í Ungfrú Ísland? Já, æskuvinkona mín tók þátt í fyrra ásamt annarri vinkonu minni. 

Hvað drífur þig áfram í lífinu? Fólkið sem ég elska, tónlist, að gera tónlist og dagdraumar. Ha ha!

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Mig langar að gera eitthvað sem að hjálpar öðrum því það lætur mig líða svo vel að vita að ég hafi látið öðrum líða betur, halda áfram að syngja og semja lög/texta. Einnig hefur það alltaf verið draumur hjá mér að verða leikkona og módel. Spurning hvort að það rætist úr því. 

Hvað gerir þú þegar þú vilt hafa það virkilega gott? Læt á uppáhaldslögin mín og syng með, borða ótrúlega góðan mat með góðu víni á meðan ég ver tíma með þeim sem mér þykir vænt um. Kirsuberið á toppnum væri að fara svo út að dansa með þeim.

Hvað æfir þú oft í viku og hversu lengi í senn? Ég æfi þrisvar sinnum í viku í svona einn og hálfan tíma.

Þurftir þú að hætta að borða eitthvað eftir að þú byrjaðir að æfa fyrir Ungfrú Ísland? Ég hef líklega þurft þess. Það hefur verið mikið erfiðara en ég hélt að það yrði en þetta kemur á endanum. Að breyta lífstílnum hægt og rólega er það eina sem ég held að þýði eitthvað.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að syngja, dansa og hlusta á uppáhaldstónlistina mína. 

En það leiðinlegasta? Að skúra!!

Getur þú lýst þínum stíl? „Plain and pretty or cool“.

Eru einhver tískuslys í fataskápnum þínum? Já, já, alveg pottþétt. Er búin að ná að gefa flest í Rauða krossinn samt. 

Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma og systir mín.

Hvar ætlar þú að vera stödd í lífinu eftir 10 ár? Að fagna nýju plötunni minni í huggulegu einbýlishúsi með yndislegum eiginmanni, börnum og 2 hundum vonandi. 

Hvað gerir þig hamingjusama? Að tala við gott fólk sem að gefur manni góða strauma, að sitja úti í náttúrunni með góðu fólki, hlusta á fallegt gítarspil og syngja með. Að ná að afreka eitthvað sem ég þrái heitt eða hef ástríðu fyrir og margt fleira. 

Smartland Mörtu Maríu sýnir beint frá keppninni á laugardaginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál