Er þetta 513 milljón króna hringurinn?

Demantshringurinn sem Kardashian bar í heimsókn sinni í París er …
Demantshringurinn sem Kardashian bar í heimsókn sinni í París er skreyttur 20 karata demanti og er gríðarlega verðmætur. Ljósmynd / skjáskot Instagram

Aðfaranótt mánudags réðust vopnaðir, grímuklæddir menn inn á hótelherbergi raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, bundu hana niður og höfðu á brott með sér skartgripi sem metnir eru á tæpan 1,3 milljarð íslenskra króna.

Ekki hefur verið greint frá því hvaða skartgripir það voru sem teknir voru í árásinni, en stjarnan hefur undanfarna daga verið stödd á tískuvikunni í París þar sem hún hefur skartað fjölmörgum ákaflega verðmætum munum.

Franska lögreglan greindi frá því að ræningjarnir hefðu haft á brott með sér skartgripaskrín hlaðið dýrgripum og þar á meðal hring sem metinn er á fjórar milljónir evra, eða rúmlega 513 milljónir íslenskra króna. Þá var tveimur farsímum í eigu stjörnunnar einnig stolið, en á þeim er að finna mikið af persónulegum upplýsingum.

Skömmu áður en ránið bar að deildi Kardashian mynd af sér á samfélagsmiðlum þar sem hún skartar stærðarinnar demantshring, ásamt gylltu, demantsskreyttu tannskrauti. Hringurinn sem um ræðir var gjöf frá eiginmanni hennar, en rapparinn hannaði hringinn sjálfur og gaf Kardashian hann í síðasta mánuði.

Hringurinn er annar trúlofunarhringur stjörnunnar, en hann er samskonar og sá sem West gaf stjörnunni þegar hann bað um hönd hennar árið 2013, fyrir utan það að demanturinn í þeim nýja er stærri. Sá fyrri skartar 14 karata demanti, en demanturinn í nýja hringnum er 20 karöt líkt og fram kemur í frétt Huffington Post.

Kardashian skartaði hringnum í París, en hún deildi einnig mynd af honum á Instagram nokkru fyrir ránið. Líklegt þykir að hringurinn sé sá sami og stolið var úr hótelherbergi stjörnunnar.

💎💎💎

A photo posted by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Sep 29, 2016 at 12:40pm PDT

Stjarnan hefur borið ófáa skartgripi á í París undanfarna daga, …
Stjarnan hefur borið ófáa skartgripi á í París undanfarna daga, en hún var gestur á tískuvikunni. Þarna er hún með svokallað„choker“ hálsmen skreytt gulli. Auk þess sem hún virðist vera með trúlofunarhringinn á fingrinum. Ljósmynd / skjáskot Mirror
Kardashian bar gullhálsmen á tískusýningu Givenchy.
Kardashian bar gullhálsmen á tískusýningu Givenchy. Ljósmynd / skjáskot Mirror
Stjarnan bar gullarmbönd í veislu eftir sýningu tískuhússins Balmain.
Stjarnan bar gullarmbönd í veislu eftir sýningu tískuhússins Balmain. Ljósmynd / skjáskot Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál