Meikar á sér afturendann

Það er greinilega ekki nóg að meika sig í framan.
Það er greinilega ekki nóg að meika sig í framan. Skjáskot / Instagram

Það er ekki tekið út með sæld­inni að vera stór­stjarna, enda eru þær und­ir stöðugu eft­ir­liti fjöl­miðla sem rýna í út­lit þeirra. Raun­veru­leika­stjarn­an Kim Kar­dashi­an þekk­ir það af eig­in raun, enda fer hún sjald­an út fyr­ir húss­ins dyr án þess að vera óaðfinn­an­lega til fara.

Flest­um kon­um þykir ef­laust nóg að skella sér í fal­leg­an kjól, farða á sér and­litið og greiða hárið – en það þykir Kar­dashi­an ekki.

Á dög­un­um deildi förðun­ar­fræðing­ur stjörn­unn­ar, Mario Dedi­vanovic, ansi hressi­leg­um mynd­um sem tekn­ar voru þegar Kar­dashi­an var að gera sig klára fyr­ir VMA-verðlauna­hátíðina. Þar sést glögg­lega að það er brýn­asta nauðsyn að meika þá staði sem sést í bert hold, og svo virðist vera sem aft­ur­end­inn sé þar ekki und­an­skil­inn.

„Þið hélduð að ég myndi aðeins vinna með and­litið,“ skrifaði Dedi­vanovic á In­sta­gram-síðu sína.

You thoug­ht I only wor­ked on the face? 😂 BTS glam from the VMAs today on KKW app. #Makeup­ByM­ario

A photo posted by Mario Dedi­vanovic (@makeup­bym­ario) on Dec 30, 2016 at 9:00am PST



Svona leit stjarnan út eftir yfirhalninguna.
Svona leit stjarn­an út eft­ir yf­ir­haln­ing­una. Skjá­skot / Fashi­on­ista
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda