Listamaðurinn Hugleikur Dagsson spurði vini sína á Facebook hvað einkenndi leiðinlegt fólk. Hann væri nefnilega að gera seríu um leiðinlegt fólk og vantaði innsýn í líf hans. Ekki stóð á viðbrögðunum en rúmlega 300 manns lögðu orð í belg.
Hér kemur brot af því sem vinir Hugleiks segja að einkenni leiðinlegt fólk:
-Hress? Já það þýðir ekkert annað.
-Habbara sonna!
-Svona er Ísland í dag. Já, Hemmi minn. Allt þetta fína frá Kína. Hvað segirðu/allt gott/þaggi? (hefurðu allan dag?)
-Ég er svo ótrúlega upptekin, það er svo brjálað að gera, er svo busy, vildi að það væru fleiri tímar sólarhringnum!
-„Ohh ég er svo þreytt.“
-Hvað með börnin?
-Þarf alltaf að vera vín?
-Er þetta frétt?
-já einhver er nú innkoman!
-Það er sálfræðilega sannað að...
-„Veistu hvað mig dreymdi?“
-Fólk sem setur einhvern mér finnst (humblebrag) status á facebook og skrifar svo. Ræðið.
-„Já þú verður bara að kíkja til hnykkjara eða í höfuðbeina- og spjaldshryggsjöfnun.“
-Vertu besta útgáfan af sjálfri þér og stattu með sjálfri þér.