Giftu sig óvænt í góðra vina hópi

Kristinn R. Ólafsson og Anna Baldvina Jóhannsdóttir gengu í hjónaband …
Kristinn R. Ólafsson og Anna Baldvina Jóhannsdóttir gengu í hjónaband um helgina. Ljósmynd/Berglind Njálsdóttir

Krist­inn R. Ólafs­son, út­varps­maður, þýðandi, leiðsögumaður o.fl. og Anna Bald­vina Jó­hanns­dótt­ir, launa­full­trú hjá Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, gengu óvænt í hjóna­band um helg­ina. Þau buðu vin­um og fjöl­skyldu til garðveislu og sum­argleði á heim­ili sitt í Kópa­vogi en létu svo pússa sig óvænt sam­an. Séra Ein­ar Eyj­ólfs­son, sem er prest­ur í Frí­kirkj­unni í Hafnar­f­irði, gaf hjón­in sam­an. 

„Við erum búin að vera sam­an í fjög­ur og hálft ár og okk­ur langaði bara til að gifta okk­ur. Þetta var ekki gert út af nein­um praktísk­um ástæðum,“ seg­ir Krist­inn. 

Þau buðu til garðveislu og höfðu brúðkaupið sem „óvæntu kvölds­ins“ eins og nýyrðasmiður­inn Krist­inn R. kallaði það í boðskort­inu til gesta. Þau slógu upp tveim­ur stór­tjöld­um í garðinum hjá sér og báðu um gott veður. Yf­ir­leitt verða um 25% af­föll þegar gest­um er boðið í partí en svo var ekki í þessu til­felli og fögnuðu 90 manns með þeim Kristni og Önnu. 

„Þetta var af­skap­lega gam­an. Þjóðlaga­sveit­in Hrafn­ar spilaði nokk­ur lög. Ég átti hönk upp í bakið á þeim, eða þannig, því að ég hef samið nokkra texta fyr­ir þá. Og þeir svo elsku­leg­ir að mæta og koma fjör­inu af stað,“ seg­ir hann. 

Þegar ég spyr hann hvar hann hafi hnotið um ást­ina seg­ir hann að leiðir þeirra Önnu hafi legið sam­an úti á líf­inu. 

„Við kynnt­umst úti á líf­inu og eins og annað fólk og geng­um tvö yfir Tjörn­ina ísilagða dag­inn eft­ir og síðan hef­ur þetta verið far­sæl veg­ferð,“ seg­ir hann og bros­ir. 

Sam­tals eiga Krist­inn R. og Anna sjö barna­börn en hann á eina dótt­ur fyr­ir og hún tvö börn en Anna tvö börn, Friðrik Þór og Selmu Dögg og fimm barna­börn. Það var því glatt á hjalla þegar þau voru form­lega gef­in sam­an. Alda Ólafs­son Álvarez, dótt­ir Krist­ins R., kom sér­stak­lega til Íslands en hún er bú­sett í Madríd á Spáni ásamt manni sín­um og börn­um. 

„Frænd­ur mín­ir úr Bæj­ara­ætt­inni sungu síðan og spiluðu fram eft­ir: þeir Ólaf­ur Ástgeirs­son, son­ur Ása í Bæ, Jó­hann Pálma­son og Kári Gunn­laugs­son stigu á vöru­bretta­svið og hófu gít­ar­leik og söng sem ég tók þátt í eft­ir bestu getu með söng og klapp­list en ég er fóður­bróðir hins fyrst­nefnda en afa­bróðir hinna tveggja. Allt mikl­ir stuðbolt­ar og al­van­ir tjald­söngv­ar­ar á Þjóðhátíð.  Þetta heppnaðist vel í alla staði,“ seg­ir Krist­inn R. 

Ljós­mynd/​Berg­lind Njáls­dótt­ir
Ljós­mynd/​Berg­lind Njáls­dótt­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda