Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

Guðrún Sæmundsen.
Guðrún Sæmundsen.

Guðrún Sæ­mundsen rit­höf­und­ur er upp­tek­in af vændi í sinni nýj­ustu bók, And­stæður. Hún seg­ist ekki skrifa um það sem sé í tísku held­ur leit­ast hún við að skrifa góðar sög­ur. Guðrún er viðskipta­fræðing­ur frá Há­skól­an­um í Reykja­vík og hef­ur starfað í franska sendi­ráðinu. 

„Á meðan ég var hjá franska sendi­ráðinu kláraði ég fyrstu bók­ina mína; Hann kall­ar á mig. Hana gaf ég sjálf út um jól­in 2015 eft­ir að hafa safnað upp í prent­kostnað á karolina­fund.com. Bók­ina byrjaði ég að skrifa haustið 2014 út frá textum sem ég hafði skáldað 2011. Þetta hef­ur allt sinn aðdrag­anda og ég hefði ekki getað ímyndað mér þegar ég byrjaði á textun­um 2011 að þeir myndu enda sem heil bók fjór­um árum síðar. Sú bók fjallaði um dökk­ar hliðar sam­fé­lags­ins, fíkn og of­beldi. Ólíkt nýju bók­inni minni; And­stæður, þá ger­ist sú bók á Íslandi. Sag­an í And­stæður ger­ist að hluta til í Belg­íu, Hollandi og á Íslandi,“ seg­ir hún. 

Guðrún seg­ir að það þurfi kjark og seiglu til að skrifa bæk­ur. 

„Ég byrjaði strax á að vinna And­stæður í byrj­un árs 2016, eft­ir að fyrsta bók­in mín kom út. Ég var í fullri vinnu hjá franska sendi­ráðinu, var að þjálfa í auka­vinnu og varð svo ófrísk að fyrsta barn­inu mínu sem ég eignaðist sum­arið 2017. Núna tæp­um þrem­ur árum eft­ir að ég byrjaði á bók­inni And­stæður, þá er hún að koma út og ég á von á mínu öðru barni,“ seg­ir hún. 

Aðspurð hvers vegna vændið sé henni svona hug­leikið seg­ist hún eiga erfitt með að út­skýra það. 

„Það má segja að hug­mynd­ir að sög­um komi til mín og ég fæ þörf fyr­ir að skrifa um hluti sem ég velti fyr­ir mér og spurn­ing­ar sem brenna á mér. Þegar ég byrja að skrifa þá geri ég það ekki endi­lega með þeirri ætl­un að gefa út bók, held­ur vil ég sjá hvert það leiðir mig. Ég skrifa ekki um það sem er í tísku hverju sinni, held­ur leit­ast ég eft­ir að skrifa góða sögu um mál­efni sem hreyfa við mín­um eig­in til­finn­ing­um,“ seg­ir Guðrún. 

Hvers vegna vændi?

„Ég hef oft velt því fyr­ir mér af hverju vændi er lög­legt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlut­ina uppi á yf­ir­borðinu eins og hef­ur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er lög­legt í mörg­um lönd­um eins og Hollandi, þar sem sag­an mín ger­ist að hluta til, þrátt fyr­ir að yfir starfs­grein­inni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lít­ur sam­fé­lagið samt niður á vænd­is­kon­ur.

Ég velti einnig fyr­ir mér hvaða kon­ur stunda vændi? Þurfa þær þess og vilja þær það? Er of­beldi gegn þeim að mestu út­rýmt með því að hafa starf­sem­ina sýni­lega? Eft­ir að banni af vænd­is­hús­um var aflétt árið 2000 í Hollandi og lög­un­um breytt þannig að vænd­is­kon­um var gert að greiða skatta og önn­ur gjöld, þá hafa aðstæður þess­ara kvenna hríðversnað. Þrátt fyr­ir að starf­sem­in eigi að vera meira upp á yf­ir­borðinu hef­ur man­sal aldrei verið jafn­mikið og hol­lenska ríkið hef­ur verið að missa tök­in á ut­an­um­hald­inu. Of­beldi hef­ur ekk­ert minnkað og aðstæður þess­ara kvenna ekk­ert batnað. Kyn­líf­stúrismi hef­ur bara auk­ist, mörg­um til mik­ils ama, svo mikið að borg­ar­stjór­inn í Amster­dam lét til að mynda minnka um­fang svo­kallaðs „glugga­vænd­is“ í rauða hverf­inu.

Þrátt fyr­ir það sem er til dæm­is að ger­ast í Hollandi, þá samþykktu Amensty In­ternati­onal, ein stærstu mann­rétt­inda­sam­tök í heim­in­um, til­lögu árið 2015 um af­glæpa­væðingu vænd­is. Sam­kvæmt mati Am­nesty myndu mann­rétt­indi fólks í kyn­lífsiðnaði verða best tryggð með af­glæpa­væðing­unni. Að í stað þess að ríki myndu banna vændi ætti frek­ar að hafa starf­sem­ina uppi á yf­ir­borðinu og þétta reglu­verkið í kring­um hana. Maður spyr sig hvort það séu mann­rétt­indi að fá að stunda vændi þegar fagaðilar segja þetta ekki neitt annað en „borgaða mis­notk­un“. Af hverju þarf það að vera „val­mögu­leiki“ fyr­ir konu að stunda vændi?

Það vakna svo marg­ar spurn­ing­ar þegar maður fer að kynna sér þessi mál að sag­an mín breytt­ist tölu­vert mikið frá upp­runa­legu hug­mynd­inni. Ég ber ýms­ar spurn­ing­ar fram í bók­inni og leit­ast jafn­framt eft­ir að svara þeim,“ seg­ir hún. 

Hvaða hlið á því er svona spenn­andi?

„Ég myndi segja að eng­in hlið vænd­is sé spenn­andi. Það sem ég hef lesið og kynnt mér um vændi er frek­ar sorg­legt. En það vek­ur for­vitni manns að vita hvernig líf þeirra er sem stunda vændi, líf sem er svo ólíkt því sem flest­ir þekkja.

Til að skrifa sög­una þurfti ég að viða að mér ýms­um heim­ild­um. Þar sem sag­an ger­ist að hluta til í Hollandi þá talaði ég við Mirjam van Twuijver, en hún starfaði áður sem vænd­is­kona í rauða hverf­inu í Amster­dam. Hún gaf mér inn­sýn inn í þenn­an heim og ýms­ar aðrar upp­lýs­ing­ar sem gerðu mér það kleift að búa til eina per­són­una í bók­inni. Þannig gat ég skrifað sög­una á sem trú­verðug­ast­an hátt. Það sem mér fannst áhuga­verðast við að tala við Twuijver var að heyra hver væri henn­ar bak­grunn­ur, hvernig var æska henn­ar, fjöl­skyldu­tengsl, hver áhuga­mál henn­ar eru og draum­ar. Mér finnst svo mik­il­vægt að les­and­inn nái já­kvæðri teng­ingu við per­són­una og sjái að vænd­is­kon­an er mann­eskja eins og ég og þú.

Ég talaði einnig við Stíga­mót og las rann­sókn­ir og grein­ar sem ég fann á net­inu. Það í raun skipt­ir ekki máli hvað ég las eða við hvern ég talaði það var þessi rauði þráður gegn­um gang­andi; að meiri­hluti þeirra sem stunda vændi eru kon­ur, oft í tengsl­um við fíkni­efna­neyslu en svo er meiri en helm­ing­ur þeirra sem stunda vændi sem hef­ur orðið fyr­ir ein­hvers kon­ar áfalli í æsku eða á unglings­ár­un­um. Vændi er síðasta val þeirra sem það stunda og er það gert af al­gerri neyð, fyr­ir utan þær sem eru þvingaðar til þess. Svo get­ur verið erfitt fyr­ir þær kon­ur sem hafa stundað vændi að kom­ast út úr því. Hvað ætla þær að gera? Sýna fer­il­skrá sem seg­ir að þær stunduðu vændi síðastliðin tíu ár?“ 

Held­ur þú að bók­in muni hreyfa við fólki?

„Al­veg klár­lega. Þetta er skáld­saga byggð á raun­veru­leg­um heim­ild­um. Ég skrifa um það góða og það slæma sem tog­ast á innra með sögu­per­són­um, þaðan sem bók­in dreg­ur nafn sitt; And­stæður. Sag­an er vissu­lega spenn­andi og ætti að halda les­and­an­um ræki­lega við efnið. Í bók­inni eru slá­andi lýs­ing­ar sem ættu að vekja fólk til um­hugs­un­ar um þessi mál,“ seg­ir hún. 

Hvað hef­ur þú upp­lifað sjálf sem fær þig til að skrifa?

„Ætli ég geti ekki sagt að það sem hafi haft einna mest áhrif á mig er það fólk sem ég hef hitt í leik og starfi. Ég hef búið þris­var sinn­um er­lend­is og kynnst fólki frá öll­um heims­horn­um. Allt gef­ur þetta manni inn­blást­ur í að móta sögu­per­són­ur, sam­töl og skapa um­hverfi í bók­un­um. Ég hef líka sér­stak­lega mik­inn áhuga á fólki. Ég get til dæm­is setið ein á kaffi­húsi og látið mér líða vel með kaffið mitt og gleymt mér í því sem er að ger­ast í kring­um mig. Oft ef ég fylg­ist með öðru fólki þá fer ég ósjálfrátt að hugsa um hvernig líf þess sé. Hver er bak­grunn­ur þess, mennt­un, hvað þau geri í líf­inu, líður þeim vel, eiga þau börn, eru þau sam­an og svo fram­veg­is. Á einni klukku­stund á kaffi­húsi get ég verið kom­in með marg­ar smá­sög­ur um fólkið á borðunum í kring­um mig.

Ég hef einnig upp­lifað ým­is­legt, en kannski ekk­ert meira en hver ann­ar. Lífið geng­ur í bylgj­um, ým­ist í ökkla eða eyra. Það er svo­leiðis hjá öll­um. Bæk­urn­ar mín­ar hafa fjallað um mjög dökk­ar hliðar sam­fé­lags­ins. Það tek­ur á að skrifa þær og það get­ur tekið á að lesa þær. Þegar ég skrifa þá þarf ég að tala við fólk, kynna mér mál­in, reyna að setja mig inn í aðstæður og ná í þær til­finn­ing­ar sem ég ímynda mér að geti blossað upp við ákveðna reynslu, áfall eða annað. Það get­ur verið mjög erfitt að skrifa en það er mjög gam­an. Ég geri það af ástríðu,“ seg­ir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda