Erpur: „Banka-aparnir skilja þetta ekki einu sinni sjálfir“

Erpur Eyvindarson er gestur Sölva Tryggvasonar.
Erpur Eyvindarson er gestur Sölva Tryggvasonar. mbl.is/Þorvaldur

Erp­ur Ey­vind­ar­son rapp­ari er gest­ur í nýj­asta podcasti Sölva Tryggva­son­ar. Í viðtal­inu við Sölva seg­ist Erp­ur ekki hrif­inn af því hvernig valda­stétt­in níðist á al­menn­ingi.

,,Þeir fá gáfaðasta liðið úr Har­vard til að búa til óskilj­an­leg­an djöf­uls­ins þvætt­ing, þannig að venju­legt fólk skil­ur ekki rass­gat. Þess­ir banka-apar sem eru að láta fólk taka þessi lán, þeir skilja þetta ekki einu sinni sjálf­ir, þeir eru bara að lesa þetta af blaði…gengisaf­leiða og eitt­hvað…þetta er bara þvætt­ing­ur og eng­inn skil­ur neitt!”

Erp­ur seg­ir að valda­stétt­in hafi alltaf notað þá leið að gera hlut­ina óskilj­an­lega fyr­ir venju­legt vinn­andi fólk.

„Þú sérð bara hvernig kaþólska kirkj­an hafði þetta á sín­um tíma. Mess­urn­ar voru all­ar á lat­ínu, þannig að fá­tæka fólkið gat aldrei heyrt hluti eins og þegar Jesús seg­ir: „Það er auðveld­ara fyr­ir úlf­alda að fara í gegn­um nál­ar­auga en fyr­ir rík­an mann að fara í himna­ríki.“… Þeir hefðu nátt­úru­lega bara hengt þessa presta og þessa kónga bara um leið. Fallöx­in hefði komið fram mörg hundruð árum fyrr ef þetta hefði verið á skilj­an­legu tungu­máli, sem að fá­tæka fólkið skildi.“

Erp­ur er ekki sátt­ur við hvert Vinstri Græn­ir eru farn­ir eft­ir að þeir fóru í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæðis­flokkn­um. Erp­ur var í innsta hring VG þegar flokk­ur­inn var stofnaður, en hef­ur nú fjar­lægst hann.

Í viðtal­inu fara Erp­ur og Sölvi um víðan völl og ræða meðal ann­ars Johnny Naz tíma­bilið, frum­kvöðlana í rapp­inu, stjórn­mál­in, partý­in og margt margt fleira

Viðtal Sölva við Erp má sjá hér:

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda