Ólafur Ólafsson og Ingibjörg með eina löglega keppnisvöllinn í Frakklandi

Ólafur Ólafsson er oft kenndur við Samskip.
Ólafur Ólafsson er oft kenndur við Samskip. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ólaf­ur Ólafs­son, oft kennd­ur við Sam­skip, og eig­in­kona hans, Ingi­björg Kristjáns­dótt­ir lands­lags­arki­tekt, gera það gott í Frakklandi ef marka má viðtal við Ingi­björgu í Eiðfaxa. Þau eiga búg­arðinn Pur Chevel í Frakklandi en þar eru hald­in merki­leg hesta­mót og seg­ir Ingi­björg að þetta sé eini lög­legi keppn­is­völl­ur­inn í land­inu. 

„Øder Ar­ena er fyrsti og eini lög­legi keppn­is­völl­ur­inn í Frakklandi og sem slík­ur er hann gríðarlega mik­il­væg­ur. Það hef­ur verið erfitt að halda hér hesta­manna­mót vegna þessa. Völl­ur­inn þarf að vera af réttri stærð, vel byggður og með réttu und­ir­lagi þannig að hægt se að halda world rank­ing-mót. Þetta breyt­ir því miklu, nú er mögu­legt að halda íþrótta- og gæðinga­mót í Frakklandi með nokkr­um sóma. Við höf­um lagt okk­ur fram um að fegra um­hverfið þannig að gest­ir okk­ar sjái sér auka­bón­us í því að koma hingað og eyða helg­inni á fal­leg­um stað. Það má einnig bæta við að Øder Ar­ena er mjög vel staðsett­ur, nokk­urn veg­inn í miðju ís­lenskr­ar hesta­mennsku í Frakklandi og ekki langt frá Par­ís. Frakk­land er gríðarlega fal­legt og fjöl­breytt land en á sama tíma geysi­stórt og geta löng ferðalög á mótsstað dregið úr þátt­töku. Með til­komu Øder Ar­ena von­umst við til að þar verði breyt­ing á,“ seg­ir Ingi­björg í viðtali við Eiðfaxa. 

Fram kem­ur í viðtal­inu að þau hjón­in leggi mik­inn metnað í að kynna ís­lenska hest­inn. 

„Þegar við hóf­um starf­semi hér út í Frakklandi ákváðum við að leggja af stað í 2ja-3ja ára markaðsverk­efni sem sner­ist um að ýta und­ir kynn­ingu á ís­lenska hest­in­um. Við ein­beitt­um okk­ur ann­ars veg­ar að hesta­klúbb­un­um sem eru dreifðir um allt landið og hins veg­ar að öll­um þeim miðlum sem snú­ast um hesta hér í Frakklandi. Við lánuðum að mig minn­ir 10 geðgóða reiðhesta, reiðtygi og hnakka í 1-3 mánuði til vel valdra hestamiðstöðva og aðstoðuðum þá við kennslu og annað sem þurfti. Það var sam­merkt með öll­um þess­um miðstöðvum að ís­lenski hest­ur­inn varð fljótt vin­sæl­asti hest­ur­inn á staðnum. Það má geta þess að upp úr þessu verk­efni varð m.a. til nýr reiðskóli sem sér­hæfði sig í ís­lensk­um hest­um og er sá aðili í dag með 20 ís­lenska hesta. Við sett­um okk­ur í sam­band við eitt stærsta hesta­blaðið í Frakklandi; Cheval Prat­ique, og buðum þeim í heim­sókn og á bak að sjálf­sögðu.  Við skipu­lögðum m.a. ferð með þeim til Íslands og buðum þeim í Lauf­skála­rétt o.fl. Í kjöl­farið helguðu þeir eitt tölu­blað ís­lenska hest­in­um og skrifuðu síðan fleiri grein­ar sem þeir dreifðu á nokk­ur tölu­blöð. Við átt­um einnig gott sam­starf við sjón­varps­stöðina Equidia sem sýn­ir ein­göngu efni um hesta, hvaða kyni sem þeir til­heyra. Þeir komu til Íslands í okk­ar boði og gerðu nokk­urs kon­ar heim­ild­arþátt um ís­lenska hest­inn; tóku með sér þáver­andi heims­meist­ara í fim­leik­um á hest­um; Nicolas André­ani, og skelltu hon­um á bak. Hann fékk svo að leika sér á baki upp um fjöll, firn­indi og fjör­ur Íslands og ræða jafnóðum um upp­lif­un sína. Þessi þátt­ur var svo sýnd­ur á sjón­varps­stöðinni og fylgt á eft­ir með löng­um viðræðuþætti um ís­lenska hest­inn, land og þjóð. Ég held að þátt­ur­inn hafi svo verið end­ur­sýnd­ur tölu­vert út allt árið,“ seg­ir hún jafn­framt. 

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda