Bergþór Ólason og Laufey Rún eru nýtt par

Bergþór Ólason og Laufey Rún Ketilsdóttir eru í sambandi.
Bergþór Ólason og Laufey Rún Ketilsdóttir eru í sambandi. Samsett mynd

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins, og Laufey Rún Ketilsdóttir, lögmaður og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, eru nýtt par. DV greinir frá þessu. 

Bergþór, sem er 46 ára, er viðskiptafræðingur og var aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar í samgönguráðuneytinu árin 2003 til 2006. Hann settist á þing fyrir Miðflokkinn árið 2017. Hann á eina dóttur úr fyrra sambandi. 

Laufey, sem er 33 ára, hefur einnig unnið sem aðstoðarmaður ráðherra en hún var aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen þegar hún var dómsmálaráðherra. 

Bergþór og Laufey eru bæði kunnug starfi Sambands ungra sjálfstæðismanna en Bergþór sat í stjórn sambandsins 1999-2005. Laufey sat í stjórn sambandsins 2010 og var formaður 2015 til 2017.

Smartland óskar þeim innilega til hamingju með að hafa fundið ástina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda