Athafnamaðurinn Bolli Kristinsson og leikkonan Inga María Valdimarsdóttir létu pússa sig saman í Bústaðakirkju 1. ágúst. Parið hnaut hvort um annað fyrir meira en áratug og hafa þau verið áberandi í samfélagi manna. Það var Pálmi Matthíasson prestur í Bústaðakirkju sem gaf parið saman.
Bolli er oft kenndur við verslunina 17 eftir að hafa rekið verslunina með fyrrverandi sambýliskonu sinni, Svövu Johansen, um áratuga skeið. Þegar þau fóru hvort í sína áttina árið 2005 tók hún við rekstrinum og hann fór að sinna fjárfestingum.
Hann hefur verið ötull talsmaður miðbæjarins og síðustu misseri bent ítrekað á hvað betur mætti fara þar.
Smartland óskar Bolla og Ingu Maríu hjartanlega til hamingju með ástina og lífið!