Hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak mun stýra nýjum þáttum á Heimildinni. Þetta kemur frá í tilkynningu á vef Heimildarinnar.
Þar segir að Edda muni stýra þáttum um samfélagsmál auk þess sem hún mun sinna öðrum verkefnum. Edda byrjaði með þættina Eigin konur árið 2021 en þættirnir voru síðar hýstir á Stundinni.
Stundin og Kjarninn sameinuðust í nýjan fjölmiðil í janúar, Heimildin.
Edda hefur ekki gefið út þátt undir formerkjum Eigin kvenna síðan 15. desember.
Móðir konu sem steig fram í þáttunum Eigin konur höfðaði nýverið mál gegn Eddu vegna upptöku sem spiluð er í þættinum. Telur hún birtingu hljóðupptökunnar brjóta gegn friðhelgi einkalífs síns. Fyrirtaka í málinu verður á næstu vikum samkvæmt heimildum mbl.is.