Krefst milljóna af Eddu Falak

Edda Falak.
Edda Falak. mbl.is/Hallur Már

Móðir konu sem var gestur í Eigin konum, hlaðvarpi fjölmiðlakonunnar Eddu Falak, krefst milljóna í skaðabætur fyrir birtingu hljóðbrots í þættinum. Þetta staðfestir lögmaður konunnar í samtali við mbl.is. 

Héraðsdómur Reykjavíkur tók málið til meðferðar í gær og var þinghald lokað.

Líkt og mbl.is greindi frá höfðaði konan mál gegn Eddu vegna birtingar á hljóðbroti þar sem heyra má samtal hennar og dóttur hennar. Telur hún birtingu hljóðbrotsins brjóta gegn friðhelgi einkalífs síns. 

Bætur fyrir birtingu

Konan krefst þess ekki að brotið verði tekið út úr þættinum eða af samfélagsmiðlum þáttanna heldur aðeins bóta vegna birtingar þess.

Edda Falak stýrði Eigin konum frá 2021 til loka síðasta árs. Í síðasta mánuði gekk hún til liðs við Heimildina og mun þar stýra þáttum um samfélagsmál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda