Friends ekki lengur fyndnir heldur móðgandi

Jennifer Aniston velti fyrir sér þeirri miklu gagnrýni sem Friends, …
Jennifer Aniston velti fyrir sér þeirri miklu gagnrýni sem Friends, gamanþáttur þar sem hún fór með hlutverk Rachel Green hefur verið að fá á sig upp á síðkastið. AFP

Leikkonan Jennifer Aniston velti fyrir sér þeirri miklu gagnrýni sem Friends, einn vinsælasti gamanþáttur allra tíma hefur verið að fá á sig upp á síðkastið. Aniston hélt því þó fram að ýmis þemu og brandarar hefðu elst misvel. 

Friends, móðgandi í dag

„Það er heil kynslóð af fólki, krökkur að uppgötva Friends og horfa á þættina og þeim finnst þeir móðgandi,“ sagði Aniston í viðtali við AFP fyrr í vikunni. „Við gerðum ýmislegt rangt sem var alls ekki viljandi gert og annað...jæja, sem við hefðum getað hugsað til enda, en að mínu mati var bara ekki þessi tilfinninganæmi eins og er í dag.“

Aniston hélt áfram og sagði að það væri orðið ansi vandasamt fyrir grínista að tjá sig í dag. „Þú verður að vera mjög varkár, en fegurðin við gamanleik er sú að við gerum grín að okkur sjálfum og að lífinu, það verður að vera áfram leyfilegt.“

Leikaralið Friends.
Leikaralið Friends.

Breyttir tímar 

„Hér áður fyrr gat maður grínast með ofstæki og hlegið – það var fyndið. Og þetta snerist um að fræða fólk um hversu fráleitt fólk væri,“ sagði leikkonan við blaðið. „Nú höfum við ekki leyfi til þess lengur.“

„Allir þurfa fyndni! Heimurinn þarf húmor! Við getum ekki tekið okkur of alvarlega. Sérstaklega í Bandaríkjunum. Allir eru allt of sundraðir.“

Gagnrýndir fyrir skort á fjölbreytileika

Þrátt fyrir að Friends hafi haldið stöðu sinni á meðal gagnrýnenda og aðdáenda sem einn vinsælasti og besti gamanþáttur allra tíma hefur hann sætt gagnrýni fyrir skort á fjölbreytileika. Til að mynda kynnti Friends aðeins tvo karaktera af afrískum–amerískum uppruna á sínum tíu árum og réðu einnig stórleikkonuna Kathleen Turner í hlutverk trans–foreldris Chandler Bing. 

Jennifer Aniston lék Rachel Green í NBC–þáttunum frá 1994–2004 ásamt Matthew Perry, Lisu Kudrow, Courtney Cox, David Schwimmer og Matt LeBlanc.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda