Friends ekki lengur fyndnir heldur móðgandi

Jennifer Aniston velti fyrir sér þeirri miklu gagnrýni sem Friends, …
Jennifer Aniston velti fyrir sér þeirri miklu gagnrýni sem Friends, gamanþáttur þar sem hún fór með hlutverk Rachel Green hefur verið að fá á sig upp á síðkastið. AFP

Leik­kon­an Jenni­fer Anist­on velti fyr­ir sér þeirri miklu gagn­rýni sem Friends, einn vin­sæl­asti gam­anþátt­ur allra tíma hef­ur verið að fá á sig upp á síðkastið. Anist­on hélt því þó fram að ýmis þemu og brand­ar­ar hefðu elst mis­vel. 

Friends, móðgandi í dag

„Það er heil kyn­slóð af fólki, krökk­ur að upp­götva Friends og horfa á þætt­ina og þeim finnst þeir móðgandi,“ sagði Anist­on í viðtali við AFP fyrr í vik­unni. „Við gerðum ým­is­legt rangt sem var alls ekki vilj­andi gert og annað...jæja, sem við hefðum getað hugsað til enda, en að mínu mati var bara ekki þessi til­finn­inga­næmi eins og er í dag.“

Anist­on hélt áfram og sagði að það væri orðið ansi vanda­samt fyr­ir grín­ista að tjá sig í dag. „Þú verður að vera mjög var­kár, en feg­urðin við gam­an­leik er sú að við ger­um grín að okk­ur sjálf­um og að líf­inu, það verður að vera áfram leyfi­legt.“

Leikaralið Friends.
Leik­aralið Friends.

Breytt­ir tím­ar 

„Hér áður fyrr gat maður grín­ast með of­stæki og hlegið – það var fyndið. Og þetta sner­ist um að fræða fólk um hversu frá­leitt fólk væri,“ sagði leik­kon­an við blaðið. „Nú höf­um við ekki leyfi til þess leng­ur.“

„All­ir þurfa fyndni! Heim­ur­inn þarf húm­or! Við get­um ekki tekið okk­ur of al­var­lega. Sér­stak­lega í Banda­ríkj­un­um. All­ir eru allt of sundraðir.“

Gagn­rýnd­ir fyr­ir skort á fjöl­breyti­leika

Þrátt fyr­ir að Friends hafi haldið stöðu sinni á meðal gagn­rýn­enda og aðdá­enda sem einn vin­sæl­asti og besti gam­anþátt­ur allra tíma hef­ur hann sætt gagn­rýni fyr­ir skort á fjöl­breyti­leika. Til að mynda kynnti Friends aðeins tvo karakt­era af afr­ísk­um–am­er­ísk­um upp­runa á sín­um tíu árum og réðu einnig stór­leik­kon­una Kat­hleen Turner í hlut­verk trans–for­eldr­is Chandler Bing. 

Jenni­fer Anist­on lék Rachel Green í NBC–þátt­un­um frá 1994–2004 ásamt Matt­hew Perry, Lisu Ku­drow, Court­ney Cox, Dav­id Schwimmer og Matt LeBlanc.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda