„Það þarf ekki alltaf að henda þó að manni langi í nýtt“

Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff.
Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff.

Fjöl­skyldu­fyr­ir­tækið Pfaff stendur nú fyrir átaki þar sem fólki er gefinn kostur á að koma með gaml­ar sauma­vél­ar sem þarfn­ast yf­ir­ferðar og gefa áfram til hjálp­ar­stofn­ana. Auk þess verður hægt að setja gamla sauma­vél upp í nýja og fá af­slátt á móti, ef fólk vill endurnýja gömlu vélina.

„Reglulega upplifum við að þegar fólk er að endurnýja saumavélina sína vill það ekki að gamla vélin endi á Sorpu. Oft og tíðum þarf lítið að gera til að koma þeim í þokkalegt stand þar sem fagfólk yfirfer þær og þá eiga þær nokkur góð ár eftir og geta gagnast mörgum,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.

Hún segir að það sé alltaf þörf á saumavélum og nefnir að fyrirtækið sé í góðum samskiptum við Rauða krossinn og Hjálpræðisherinn. 

„Það má segja að þarna séum við að slá tvær flug­ur í einu höggi, nýta hluti til enda og aðstoða þann hóp í þjóðfé­lag­inu sem minnst má sín. Það þarf ekki alltaf að henda þó að manni langi í nýtt. Oft eru þessar gömlu vélar algjörir jaxlar og hægt að sauma endalaust með þeim. Og þannig geta þessar gömlu vélar svo sannarlega látið gott af sér leiða,“ seg­ir Mar­grét.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál