Nóttin: Undirskriftasöfnun á djamminu og Arndís Pírati á Kiki

Steinunn Guðbjartsdóttir, Ástþór Magnússon, Henning Jónasson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, …
Steinunn Guðbjartsdóttir, Ástþór Magnússon, Henning Jónasson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Eliza Reid og Alma Möller. Samsett mynd

Þegar leið á vikuna byrjaði alheimurinn að minna Nóttina á að hún sefur í miðjunni á rúminu og samt er það svona X-large hönnunarrúm úr Epal. Fyrir nokkrum dögum var allt gert í tilefni Valentínusardagsins og núna var allt í einu búið að rækta sérstakar konudagsrósir og baka sérstakar kökur. Hvers vegna er ekki haldið upp á dag einhleypra með viðeigandi hætti – ekki glötuðum afsláttardögum í nóvember. 

Á miðvikudagskvöld hugsaði Nóttin með sér að það gæti verið gott að flýja land. Svo áttaði hún sig á því að það er rosalega mikið fyrir miðaldra fólk að fara til útlanda í febrúar. Það sannaðist þegar hún frétti af Ölmu Möller landlækni í Saga Lounge, sem var reyndar eins og klippt út úr breska Vogue með Louis Vouitton-tösku og vandaða yfirhöfn. Á sama stað var skilanefndarparið Páll Eiríksson lögfræðingur og Steinunn Guðbjartsdóttir. Þar var líka Sigríður Sól BjörnsdóttirÞröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins, og Þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrval Útsýn. Á sama tíma á Leifsstöð voru hjónin Jón Ársæll Þórðarson fjölmiðlamaður og Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari og líka Jón Pálmason, eigandi IKEA, í ofursvalri merkjavöruúlpu með sportlega handfarangurstösku.

Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, og Páll Eiríksson. Myndin var …
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, og Páll Eiríksson. Myndin var tekin árið 2010 en það er eins og þau sofi í formalíni – þau hafa ekkert breyst. mbl.is/Golli
Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins.
Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins.

Meðalaldurinn í Borgartúninu snarlækkaði þennan fimmtudag og var jafnvel lægri en í Keflavík þótt grenjandi börn úr Gardentown væru tekin með í reikninginn. Öll á leiðinni til Tenerife hlaðin raftækjum svo þeim myndi alls ekki leiðast eina sekúndu. 

Alma Möller var eins og klippt út úr tískublaði í …
Alma Möller var eins og klippt út úr tískublaði í Leifsstöð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nóttin hugsaði sér gott til glóðarinnar. Allir miðaldra pabbarnir flognir til suðurhafa og engin hætta á að hún myndi enda í stjúpmömmunetinu ef hún myndi blindast af ást. Nóttin hefur horft upp á vitibornar vinkonur sínar veslast upp þegar þær byrja að elska menn með fortíð. Nóttin hélt út í nóttina að leita að hreinum sveinum. Því miður voru þeir ekki á hverfisbarnum Kjarval þetta kvöld. Þar voru hins vegar rithöfundarnir Kamilla Einarsdóttir og Yrsa Sigurðardóttir í svo djúpum samræðum að það hvarflaði að Nóttinni að þær væru að plotta eitthvað saman. Henning Jónasson, hinn funheiti þjálfari í Afrek, rak inn nefið og það gerði líka Landsbankamaðurinn Valdimar Agnar Valdimarsson. Einn heitasti lögmaðurinn í dag, Elimar Hauksson, var líka á staðnum í góðu stuði. 

Nóttin kíkti á Ölstofuna eftir hverfisbarinn og þar var Pétur Gautur listmálari ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Guðmundsdóttur landslagsarkitekt. 

Elimar Hauksson, Yrsa Sigurðardóttir, Kamilla Einarsdóttir og Pétur Gautur.
Elimar Hauksson, Yrsa Sigurðardóttir, Kamilla Einarsdóttir og Pétur Gautur. Samsett mynd

Vinkona Nætur sem er búin að finna sig og hætt að drekka bauð henni á frumsýningu í Borgarleikhúsinu. Rokksöngleikurinn Eitruð lítil pilla fjallaði um einhvers konar fjölskyldudrama, markaleysi og vímuefnanotkun. Þegar fór að nálgast hlé fór Nóttin að halda að hún væri mætt á eigin „intervention“. Hún hefði líklega átt að nota sömu taktík og Bassi Maraj, Patrekur Jaimie og vinkona þeirra DJ Dóra Júlía. Þau mættu með þeim fyrstu og náðu borði nálægt fría áfenginu. Stundum er best að fara aðeins ölvaður í leikhús. Æði-strákarnir voru ekki með nein dólgslæti eins og stundum enda bara verið að bjóða upp á eitraðar pillur á sviðinu. 

Í hléi skemmti miðaldra fólkið sér allt of vel. Eliza Reid forsetafrú virtist nokkuð glöð þó svo að Guðni Th. Jóhannesson væri hvergi sjáanlegur. Hún varði kvöldinu með Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra. Til að gleyma ekki kvöldinu tóku þær sjálfu með góðum konum og létu eins og þær væru einar í heiminum.  

Lilja Dögg Alfreðsdóttir tók sjálfu með Elizu Reid.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir tók sjálfu með Elizu Reid. mbl.is/Eyþór

Nóttin vildi hins vegar gleyma kvöldinu sem fyrst og tók leigubíl og fór á Kaffibarinn. Þar voru auðvitað allt of margir í vindjökkum. Eini sæti strákurinn var Rubin Pollock í Kaleo. Nóttin hefði alveg viljað eiga konudagshelgi með honum. Hún gat þó ekki gert elsku Bríet sinni það.  

„Laugardagurinn er síðasta tækifærið til þess að ná sér í mann fyrir konudaginn,“ sagði mamma sem er núna á kærastatímabili. Um daginn var hún að vinna með sjálfsást. Pabbi Nætur segir að hún sé kona í stöðugu ójafnvægi. Nóttin fór í Kringluna og náði sér í skvísuföt í unglingabúðinni Ginu Tricot fyrir kvöldið. Þar var líka Helga Margrét Agnarsdóttir, laganemi og ofurskvísa, að máta föt.

Helga Margrét Agnarsdóttir kíkti í Kringluna.
Helga Margrét Agnarsdóttir kíkti í Kringluna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nóttin er að fasta, hún sleppti því að borða og fór beint á barinn og drakk sterkt áfengi. Þetta voru mikil mistök. Eftir nokkra drykki án þess að sjá álitlegan mann fór Nóttin með vinkonu sinni á Mandi og rauf föstuna á miðnætti. Á Mandi var TikTok-stjarnan Lil Curly, tónlistarmaðurinn Háski og Þormóður Eiríksson pródúsent. Með kjúklingashawarma í annarri og Fendi-tösku í hinni hitti Nóttin Ástþór Magnússon eilífðarforsetaframbjóðanda. Herra Friður 2000 var að safna undirskriftum. Þrátt fyrir ölvunina datt Nóttinni ekki í hug að skrifa undir. Nóttin er enn að bíða eftir betri kandídat. Hún á von á því að vinur pabba bjóði sig fram um páskana. 

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi.
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi. mbl.is/Árni Sæberg

Þegar Nóttin áttaði sig á því að eini maðurinn sem talaði við hana allt kvöldið var Ástþór Magnússon ákvað hún að kasta inn handklæðinu. Hún fór beint á Kiki til að dansa. Óþekki Píratinn Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir var að sjálfsögðu á sínum uppáhaldsstað. Nóttin veit ekki hvort Arndís fór í lögreglufylgd heim. Nóttin fór að minnsta kosti hvorki heim með lögreglu né kvenmanni. 

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Konudagurinn var allur í móðu, 60 prósent út af þynnku og 50 prósent út af konudagsþunglyndi. Mamma ákvað að bjarga málunum og bauð Nóttinni í óvænt sjálfsástarferðalag eftir vinnu á mánudaginn. Í þetta skipti voru ekki sveppir á dagskrá heldur magadansnámskeið. Nóttin er ekki alveg viss um að hún mæti aftur en mamma er að fara gera það og mögulega Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Píratinn með rauða hárið. Það eru greinilega sumir Píratar sem dansa á mánudögum og án þess að vera með áfengi í blóðinu. Mamma segir að það sé merki um heilbrigði en Nóttin er efins!

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fór í magadans.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fór í magadans. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda