„Ég notaði á tímabili áfengi sem snuð“

Friðrik Ómar Hjörleifsson hefur fundið styrkinn í röddinni aftur.
Friðrik Ómar Hjörleifsson hefur fundið styrkinn í röddinni aftur.

Rödd tónlistarmannsins Friðriks Ómars Hjörleifssonar breyttist í kjölfar veikinda í kórónuveirufaraldrinum. Friðrik Ómar opnaði sig um veikindin og hvernig hann tókst á við tímabilið í þættinum Okkar á milli á Rúv á fimmtudaginn.

Friðrik Ómar segir að söngurinn sé hans köllun. Hann segir það gefa sér sérstaklega mikið að syngja við jarðarfarir. 

„Covidið fór mjög illa í mig, ég hef ekki sagt frá því opinberlega, en það fór mjög illa í röddina á mér. Ég keyrði á svona 60 prósent þangað til um mitt árið í fyrra,“ segir Friðrik Ómar og útskýrir að hann hafi misst birtuna í röddinni. 

Leið ekki vel

Breytingarnar lögðust á sálarlífið. Hann hafi hins vegar einhvern veginn reynt að þrauka en leið ekki vel. Kórónuveirufaraldrinum fylgdi mikil innivera. „Ég notaði á tímabili áfengi sem snuð, algjörlega. Ég sé það þegar ég horfi til baka, sem náttúrulega hjálpar ekki heldur. Sem er náttúrulega þekkt í okkar geira, það er mikið um bús í kringum okkur og maður þarf að fara varlega og láta það ekki taka stjórnina.“

Friðrik segist hafa verið staddur í stúdíó hjá vini sínum í fyrra þegar vinur hans heyrði birtuna aftur í röddinni. „Þá bara skellti ég í plötu. Ég var svo ánægður. Það var alveg rétt hjá honum. Ég er kominn með hana aftur, sem betur fer. Það er ekkert alltaf sem það gerist eftir svona veikindi,“ segir Friðrik. Hann segist aðeins hafa fengið kórónuveiruna einu sinni en hún fór svona með hann. 

Jákvæðar breytingar

Það eru bjartir tímar framundan hjá Friðriki Ómari en hann er nýfluttur til Borgarness og kann einstaklega vel við sig í nýja húsinu og í bænum. „Mér hefur sjaldan liðið eins vel í sjálfum mér eins og í dag,“ segir Friðrik Ómar einlægur í lok þáttarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál