Kári og Ásta hjálpa fólki að ná athygli á félagsmiðlum

Ljósmyndararnir Kári Sverriss og Ásta Kristjánsdóttir standa fyrir námskeiði þar sem fólk getur lært að taka ljósmyndir fyrir félagsmiðla. Kári segir að fólk sem vill skína á samfélagsmiðlum hafi kannski ekki ráð á því að vera alltaf með atvinnuljósmyndara í vinnu og fólk sem er að koma vörum á framfæri verði að kunna að taka fallegar myndir. 

„Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja vekja athygli á vöru eða þjónustu á samfélagsmiðlum en við ætlum að kenna nemendum að taka betri myndir sem vekja athygli. Það skiptir svo miklu máli að vera með gott markaðsefni, sum fyrirtæki og einyrkjar vilja sjá um að búa til sitt eigið markaðsefni inn á milli og hafa ekki alltaf peninga til þess að ráða atvinnuljósmyndara þá skiptir miklu máli að búa til vandað efni sem lifir og hefur áhrif,“ segir Kári. 

Hann segir að svona námskeið sé fyrir einyrkja en líka fyrir fólk sem vinnur fyrir stór fyrirtæki sem er að framleiða markaðsefni. 

„Það er mikilvægt að koma því á framfæri að námskeiðið er fyrir alla, hvort sem þú tekur myndir á símann þinn eða með myndavél. Við leggjum áherslu á að leiðbeina fólki með myndbyggingu, bakgrunn, litapallettu og verkferla þegar maður býr til myndefni. Að tengja myndina við vörumerkið og fólk stoppi við hana. Í dag er virkilega erfitt að ná athygli fólks á samfélagsmiðlum. Það er mikil samkeppni og þegar fólk skrollar niður má maður teljast heppinn ef fólk staldrar við í 1-2 sekúndur. Þess vegna getur skipt sköpum fyrir fyrirtæki sem er að auglýsa að vera með góðar ljósmyndir,“ segir hann. 

Kári segir að skráningar hafi farið það vel af stað að þau bættu við öðru námskeiði. 

„Það seldist næstum strax upp á fyrsta námskeiðið þannig að við ákváðum að bjóða upp á annað daginn eftir. Tvö námskeið verða  haldin í Studio EY út á Granda 20. og 21. apríl en þar munu nemendur fá að spreyta sig með eigin síma eða myndavél. Það skiptir svo miklu máli að fá að prófa sjálfur með leiðbeinanda,“ segir Kári.

En er ekki alltaf betra að taka flottar ljósmyndir með myndavél?

„Jú, það er það. Þess vegna verðum við með ljós og myndavél á staðnum frá Sony svo fólk geti prófað sig áfram. Við ákváðum að gera það af því  það er alltaf verið að spyrja okkur hvernig ljós eða myndavél er best fyrir hitt eða þetta og þarna verðum við með lausnir,“ segir Kári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál