„Ég vona bara að þetta verði til þess að styrkja hjónabandið“

Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að eiginmaður hennar, Gunnar Sigvaldason, hafi alltaf haldið sig utan við hið opinbera líf. Nú er hann hinsvegar á fleygiferð með henni og segir Katrín að þau hjónin hafi ekki varið svona miklum tíma saman síðustu ár vegna anna. Öll samveran hljóti að styrkja hjónabandið. 

Um helgar leyfi ég mér það að sofa aðeins lengur og byrja á því að fá mér kaffi og eitthvað gott að borða því á virkum dögum byrja ég alltaf á því að æða í sturtu, fara í föt og svo er kaffið tekið á leiðinni út. 

Á virkum dögum er það hafragrautur en um helgar er það svona egg og brauð og eitthvað aðeins notalegt. 

Hvað ætlar þú að gera um helgina?

„Nú er kona náttúrlega í forsetaframboði þannig að það verða teknir nokkrir fundir og farið í heimsóknir. Á sunnudaginn legg ég af stað á Suðurland. Ég byrja á Þingvöllum, fer á Laugarvatn og svo framvegis,“ segir hún. 

Eiginmaður Katrínar, Gunnar Sigvaldason, er ekki mikið fyrir sviðsljósið en lætur sig hafa það og ætlar með Katrínu í ferðina. 

„Hann getur ekki verið með mér í öllum ferðum. Hann hefur einhverjum skyldum að sinna öðrum en að vera maðurinn minn sem sagt. Því miður.“

Hann á sem sagt eitthvað líf?

„Hann á eitthvað líf og þetta er algerlega nýtt fyrir hann því hann hefur alltaf haldið sig algerlega fyrir utan hið opinberlega líf. En honum er bara vel tekið,“ segir Katrín og bætir við: 

„Ég vona bara að þetta verði til þess að styrkja hjónabandið þegar upp verður staðið,“ segir hún í léttum dúr. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál