Forsetaframbjóðandi á þekkta hálfsystur

Viktor Traustason og Ástrós Traustadóttir.
Viktor Traustason og Ástrós Traustadóttir. Samsett mynd

Viktor Traustason forsetaframbjóðandi kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í baráttuna um forsetaembættið.

Flestir landsmenn þekktu hvorki haus né sporð á þessum unga manni en hann varð landsþekktur á einni nóttu þegar hann skilaði inn meðmælendalista fyrir forsetaframboð sitt.

Forsetaframbjóðandinn ungi er menntaður hagfræðingur og fagnaði 35 ára afmæli sínu þann 10. apríl síðastliðinn. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum til kosningarréttar, kjörgengur til forseta.

Lítið er vitað um fylgistölur Viktors en framboð hans gerðist ekki gilt fyrr en 2. maí.

Landsþekkt hálfsystkin

Viktor er ekki eini landsþekkti einstaklingurinn í ættinni. Hálfsystir hans er Ástrós Traustadóttir, samkvæmisdansari, raunveruleikastjarna, áhrifavaldur og meðlimur LXS-hópsins, en sá telur nokkra af þekktustu áhrifavöldum landsins sem geta án efa ýtt undir vinsældir Viktors og aðstoðað hann í framboðsbaráttunni.

Hálfsystkinin eru samfeðra. Faðir þeirra er Trausti Ívarsson fyrrverandi sölustjóri hjá sælgætisframleiðandanum Nóa Siríus. Margir landsmenn, þá sérstaklega fótboltaunnendur, kannast án efa við föður þeirra en Trausti spilaði með Víkingi á yngri árum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál