Tískuhönnuðurinn Roberto Cavalli segir að föt geti breytt lífi hverrar konur og þær elski að vera kynþokkafullar. Hann segir þó að konur vilji ekki alltaf viðurkenna það.
Í viðtali við vogue.co.uk sagðist hann elska að hjálpa konum að keyra upp kynþokkann.
„Það virkar alltaf vel að láta konur breyta örlítið til, gera eitthvað sérstakt fyrir útlitið og keyra upp kynþokkann. Mér finnst gaman að gera konur kynþokkafyllri því konur eru oft mjög hræddar við það. Svo virðast sumar gleyma því að rétt föt geta breytt lífi þeirra,“ sagði hann í samtali við vogue.
Roberto Cavalli hefur hjálpað mörgum frægum konum að vera flottar. Þar á meðal eru Kate Moss, Jennifer Lopez, Sharon Stone og Gisele Bundchen.
Hann segir að honum finnist sérlega skemmtilegt að klæða söngkonur.
„Söngkonur hafa oft mun meiri persónutöfra en leikkonur og því finnst mér skemmtilegra að klæða þær upp. Í fyrsta skipti sem ég hitti Jennifer Lopez gerðist eitthvað á milli okkar og höfum við verið miklir vinir síðan. Það er svo gaman að vinna með henni því hún er svo kynþokkafull og flott.“