Marín Manda er glysgjarn fagurkeri

Marín Manda Magnúsdóttir kann að klæða sig fallega.
Marín Manda Magnúsdóttir kann að klæða sig fallega. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Marín Manda Magnúsdóttir hefur dásamlegan fatastíl. Hún er 32 ára og starfar sem framkvæmdastjóri netverslunar skor.is. 

Veist þú nákvæmlega hvernig þú átt að klæða þig?

Já ég veit hvað mér finnst flott og lendi sjaldan í vandræðum með að velja mér föt.

Hvernig föt klæða þig best?

Ég er „petit“ kona svo að stuttir kjólar, sem eru þröngir í mittið, eru hentugir. Annars finnst mér góð regla að klæða sig þröngt að ofan og vítt að neðan eða vítt að ofan og þröngt að neðan.

Marín Manda í náttslopp sem hún keypti á markaði Köben.
Marín Manda í náttslopp sem hún keypti á markaði Köben. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 

Fyrir hverju fellur þú oftast?

Litríkum munstrum, flagsandi ermum, blúndum og glitri.

Hvernig klæðir þú þig dagsdaglega?

Það er svo svakalega misjafnt og fer öllu jafnan eftir skapinu hverju sinni. T.d. í dag fór ég í ljósbláan bol frá Samsøe og Samsøe, gallavesti yfir, röndótt vítt pils, bera leggi og svört stígvél með glingri.

Hvernig klæðir þú þig þegar þú ert að fara eitthvað fínt?

Þá fer ég oftast í kjól og er mest hrifin af kjólum sem eru ósamhverfir og glannalegir. Þó svo að svart sé alltaf klassískt og glæsilegt þá enda ég oftast í sterkum lit. Grænu eða bláu.

 

Hvað er að finna í fataskápnum þínum?

Ég er með fataherbergi sem mér finnst að sjálfsögðu ómissandi. Þar er að finna allt mögulegt. Leðurjakkar, kjólar í öllum regnbogans litum, tweed, retro töskur, og danska og íslenska hönnun og slatti af skóm og borð með skarti.

Verstu fatakaupin?

Að sjálfsögðu hef ég oft farið yfir strikið og keypt eitthvað sem að mér fannst voðalega smart sem að síðan hangir með verðmiðanum á, á slánni ósnert. En ætli það sé ekki mosa grænar „harems“ buxur frá Malene Birger sem kostuðu sitt og hafa aldrei verið notaðar.

Bestu fatakaupin?

Ég fann frábærar Lee gallabuxur sem að smell pössuðu á mig og borgaði heilar 20 krónur danskar fyrir þær. Ég brosti hringinn þennan dag.

Eru einhver tískuslys í fataskápnum þínum?

Já fullt af þeim. Margar vinkonur mínar myndu alls ekki vilja láta sjá sig í mínum fötum. En þau einkenna mig og tímabil í lífinu mínu.

Örlítið eins og myndaalbúm. Þess vegna finnst mér erfitt að losa mig við ýmislegt sem að ég nota lítið. Fötin innihalda minningar eins kjánalegt og það hljómar.

Hvað myndir þú aldrei fara í?

Dragt ... Og þá meina ég pils og jakki í stíl. Þá fyrst verð ég fullorðin.

Hvað finnst þér flott á öðrum en myndir aldrei fara í sjálf?

Mér finnst tískan í dag ótrúlega spennandi. Það eru svo margir stílar í gangi en finnst mér þetta „bóhem look“ alveg vera að gera sig. Ég gæti þó aldrei borið gólfsíðan bómullarkjól þó mér finnist það mjög flott á mörgum skvísum.

Uppáhaldsmerki?

Ég er svo mikið tísku fiðrildi og finnst því erfitt að velja eitthvað eitt merki. En síðustu misseri hef ég verið rosalega hrifin af danska hönnuðinum Rützou.

Uppáhaldslitir?

Gulur, rauður, grænn og blár.

Ef peningar væru ekki vandamál, hvað myndir þú kaupa þér?

Fataskáp Kate Moss.

Leðurjakki með nitter keyptur í Prag. Marín Manda er algjör …
Leðurjakki með nitter keyptur í Prag. Marín Manda er algjör hatta kerling sem er fullkomið þegar hárið er ekki alveg eins og það á að vera. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Kjóll frá Zöru sem er í miklu uppáhaldi og skór …
Kjóll frá Zöru sem er í miklu uppáhaldi og skór frá H&M. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Skyrtan er keypt í London, leggings eru frá H&M og …
Skyrtan er keypt í London, leggings eru frá H&M og skórnir fást í Kaupfélaginu og eru frá Nelly. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Skyrtan er keypt í London, leggings eru frá H&M og …
Skyrtan er keypt í London, leggings eru frá H&M og skórnir fást í Kaupfélaginu og eru frá Nelly. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál